Nutella krans

Published 15 desember, 2013 by fanney

Uppskriftir með Nutella heilla mig, líkt og milljónir annarra býst ég við. Það var því ekki lítil gleðin þegar ég fékk sendan link frá vinkonu minni um þennan Nutella krans eða stjörnu. Alveg ótrúlega fallegt á að horfa, lyktin er stórkostleg og bragðið? Þið getið rétt ímyndað ykkur…

Ég hef prófað þennan krans tvisvar sinnum. Í fyrra skiptið fór ég alveg eftir uppskriftinni í linknum, en það heppnaðist mjög illa svo ég varð að reyna aftur og þá með aðra brauðuppskrift. Ég deili þeirri uppskrift því hérna sem og myndbandinu þar sem sjá má stórvinkonu mína hana Titli Nihan kenna okkur að flétta brauðið svo úr verði þessi guðdómlega fallegi krans eða stjarna. Vissulega er Nutella langbestasta bragð sem þið getið sett inní kransinn, en  ef þið viljið breyta til þá get ég alveg ímyndað mér að súkkulaði, möndluspænir og marsipan sé líka svakalega góð fylling. Já eða pistasíuhnetur og þurrkaðir ávextir.

___

Nutella krans

500 gr hveiti

190 ml mjólk, ylvolg

3 msk sykur

60 gr brætt smjör

2 egg

rifinn börkur af 1 sítrónu

1 tsk salt

1 tsk þurrger

Nutella eða annað í fyllingu

___

Byrjið á því að blanda sykrinum og þurrgerinu útí mjólkina og leyfið því að standa í 5-10 mínútur. Blandið hveiti, salti og sítrónuberki saman í stórri skál og hrærið svo eggjunum, smjöri og mjólkurblöndunni. Auðveldast er að nota hrærivél eða þeytara með hnoðara en að sjálfsögðu er þetta líka hægt að gera í höndunum. Hnoðið deigið í 7-10 mínútur í höndum, 3-5 mínútur sé notuð vél. Deigið á að vera fallega slétt og ef þið potið varlega í deigkúluna á ekki að myndast gat. Setjið deigið í smurða skál og leyfið að hefast í klukkustund, eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð.

Eftir hefun er deigið barið niður, þ.e. hnoðað til að taka loftið úr deiginu. Skiptið í fjóra jafnstóra hluta. Byrjið á því að fletja einn hlutann út í hring sem er ca 3-4 millimetrar að þykkt. Færið hringinn á bökunarpappírsklædda plötu og smyrjið Nutella (eða annarri fyllingu) á hringinn. Ef Nutella er stíft er ágætt að skella því í örbylgjuofn í 10-20 sekúndur. Fletjið svo út annan hluta í jafn stóran hring og setjið ofan á Nutellasmurða hringinn, smyrjið aftur með Nutella. Farið eins að með þriðja hringinn en fjórði hringurinn er ekki smurður með Nutella. Snyrtið hliðar hringsins svo hann sé jafn allan hringinn. Þá hefst alvöru gamanið 🙂

ImageImage

Byrjið á því að setja glas á hvolf í miðju hringsins, eða ímyndið ykkur hring í miðjunni. Þvínæst deilið þið hringnum í fjóra jafnstóra geira, skerið líkt og pítsu, en farið ekki alveg í gegn heldur bara upp að glasinu. Skiptið svo hverjum þessara fjögurra geira í tvennt svo þið hafið 8 jafnstóra geira. Skiptið svo þessum 8 geirum þannig þeir verði að 16 geirum. Hefst þá fléttun. (Spólið á mínútu 5:30 í myndbandinu til að sjá Titli gera þetta http://www.youtube.com/watch?v=pcgk-j8BS1c#t=267)

Image

Takið tvo samliggjandi geira og snúið þeim líkt og sýnt er í myndbandinu. Festið hliðarnar saman og endurtakið við hina geirana.

Image

Leyfið nú undursamlega kransinum að hefast í hálftíma, fjörutíu mínútur áður en hann er penslaður með mjólk og bakaður við 180°C í 20-25 mínútur. Þegar kransinn kemur úr ofninum, smyrjið þá smá bræddu smjöri á hann til að fá fallegri lit og áferð. Stórkostlegri verða varla brauðin!

Image

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: