Vanillu karamellur með hafsalti

Published 13 desember, 2013 by fanney

Ég elska karamellur. Sérstklega karamellur með salti eða karamellusósur með salti. Þessar karamellur fann ég á pinterest og varð að prófa. Þær eru æðislegar! Ég átti unaðslega gott Fleur de sel salt sem ég keypti í Frakklandi og notaði það ofan á karamellurnar, en það má að sjálfsögðu nota hvaða hafsalt sem er. Þessar karamellur eru tilvaldar í jólapakka til matgæðinga eða sætabrauðsgrísa. Skutla þeim í bökunarpappír og í krukku eða poka, skreyta með borða og handskrifuðum miða. Glæsileg gjöf! 

___

Vanillu karamellur með hafsalti

Image

260 gr sykur

250 ml rjómi

50 gr síróp

25 gr smjör

1/4 tsk vanillukorn eða fræ úr einni vanillustöng

gott hafsalt

___

Öllu nema salti skellt í pott og brætt yfir miðlungshita, hrært í þar til bráðnað og blandan fer að sjóða. Þá hættið þið að hræra og leyfið karamellunni að malla þar til hún nær 122°C, eða í ca korter, tuttugu mínútur. Hellið í bökunarpappírsklætt eldfast form eða fat og leyfið karamellunni að stífna í 5 mínútur áður en þið sáldrið smá af unaðslegu hafsalti yfir. Geymist í nokkrar vikur í kæli. Skerið í þá bita sem ykkur hentar og berið fram eða pakkið inní bökunarpappír eða sellófan og gefið kærum vini í jóla- eða afmælisgjöf. 

Image

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: