Djúsí brownies – brúnkur

Published 14 júní, 2013 by fanney

Þessar brownies eru svo ómótstæðilega góðar og fáránlega auðveldar – og fljótgerðar. Tilvalin uppskrift þegar maður fæ cravings í djúsí súkkulaðidásemd. Þær eru bestar! Ekki of blautar, alls ekki þurrar, ekki harðar, molna ekki – bara nákvæmlega eins og þær eiga að vera. Djúsí, fudge-legar og glimrandi góðar!

___

Brownies – brúnkur

20x20cm mót

 

200 gr dökkt súkkulaði 

110 gr smjör

2 msk gott kakó

200 gr sykur

3 egg

90 gr hveiti

dass vanilluextract

pínku salt (ef þið notið ósaltað smjör)

___

Bræðið smjör og 150 gr af súkkulaði í potti á lágum hita (eða bain marie/yfir vatnsbaði). Blandið því næst kakó, vanillu og sykri saman við og svo eggjunum, einu í einu. Blandið þvínæst salti (ef þið notuðuð ósaltað smjör) og hveitinu VARLEGA saman við, ef þið blandið þetta of mikið þá gæti brúnkan orðið seig og brauðkennd. Það viljum við ekki 🙂 

Smyrjið 20 x 20 cm form og smellið gúmmilaðinu í. Brjótið niður 50 gr af súkukulaðinu sem eftir voru og potið bitunum á víð og dreif í kökudeigið. Bakið við 180 °C í 20-25 mínútur.

Athugið að ef þið notið stærra eða minna bökunarmót þá lengist/styttist bökunartíminn. Þessi uppskrift er lítil, enda á að borða brownies samdægurs, að mínu mati 🙂 Þannig eru þær bestar! Það má líka hita þær aðeins í örbylgjunni daginn eftir til að verma súkkulaðibitana.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: