Spænsk Gazpacho-súpa

Published 3 júní, 2013 by fanney

Hérna í Kalvåg er búið að vera ansi hlýtt og sólríkt síðustu vikuna og löngun mín í ískalda og frískandi Gazpacho-súpu aukist með hverjum deginum. Í dag átti ég frí í vinnunni svo það var tilvalið að skella í þessa dásemd. Var líka svo heppin að allir tómatar í Spar voru á 40% afslætti, hentugt!

Þessi súpa er spænsk, ættuð frá Andalúsíuhéraðinu á Spáni og er eflaust jafn misjöfn og heimilin sem útbúa hana. Uppistaðan er þó tómatar og grænmeti og hún er borin fram ísköld, stundum með ísmolum útí. Fyrst þegar ég smakkaði þessa súpu þótti mér hún skrýtin, það var eitthvað spes við það að borða kalda súpu. En síðan þá hef ég borðað hana reglulega og í hvert einasta skipti hugsa ég; ohh, af hverju geri ég þessa súpu ekki oftar? Í flestum upprunalegum uppskriftum er dagsgamalt brauð lagt í bleyti og sett útí súpuna til að þykkja hana, en ég er löngu hætt að gera það. Margir hafa líka stökka brauðteninga með súpunni en ég sleppi þeim og nota gulrót í staðinn. Fyrir vikið er súpan glútenlaus (vei!) og eintóm hollusta og unaður.

Það er hægt að leika sér með grænmetið sem sett er í súpuna, sem og kryddjurtir. Hægt er að nota basilíku, steinselju, timjan, myntu… hvað sem ykkur dettur í hug! Prófið endilega og reynið helst að borða súpuna úr litríkri skál úti á palli, í garðinum eða útá næstu stétt.


photo-15

 

___

Spænsk Gazpacho-súpa

f. 2

 

700 gr vel þroskaðir tómatar (ekki kaupa þessa útlensku sem maður setur sjálfur í poka og eru ljós appelsínugulir. Við viljum nota djúprauða tómata sem hafa djúpt og mikið bragð. Þessi uppskrift er hræódýr svo það er í lagi að gera vel við sig í tómatinnkaupum hér!)

1/2 rauð paprika

1/2 paprika, hvaða litur sem er

1 gúrka

nokkrir vorlaukar

4 msk söxuð steinselja/basilíka…

1/2 rautt chilli

5 msk ólífuolía

2 msk balsamedik (eða annað gott edik sem þið eigið)

1 væn gulrót

2 hvítlauksrif

salt og pipar

__

Byrjið á því að sjóða vatn, skera mjög grunnan kross neðan á alla tómatana og setja þá í skál, hella svo sjóðandi vatninu yfir þá og leyfa að standa í sirka mínútu. Með þessu er auðveldara að flysja tómatana, en við viljum ekki hafa flusið á þeim. Flysjið svo tómatana og skerið til helminga, takið fræin úr og setjið í blandara/matvinnsluvél/skál. Skerið hálfa gúrku í grófa bita og bætið út í, sem og 1/2 rauðri papriku, 2 msk steinselju, 3-4 vorlaukum, chilli, 4 msk ólífuolíu, ediki, hvítlauk og salti og pipar. Maukið þar til mjög vel blandað og smakkið til með salti og pipar (og chilli ef vill). Skutlið inní ísskáp og kælið í amk hálftíma eða fram til næsta dags þess vegna.

Með súpunni er borin fram nokkurs konar salsa. Í hana nota ég iðulega ca 1/2 paprik

 

u í einhverjum lit (eða mörgum litum!), 1 gulrót, 1/2 gúrku, 2-3 vorlauka, 2 msk steinselju, 1 msk olíu og salt og pipar. Skerið allt grænmetið í litla teninga og blandið saman. Smakkið til með olíu, salti og pipar.

Þegar þið berið súpuna fram, setjið þið smávegis af salsa ofan á súpuna (og brauðteninga ef þið viljið), driss af ólífuolíu og ekki væri nú verra að sötra ískalt hvítvín á tyllidegi. Sannarlega sumarfæða!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: