Satay kjúklingaréttur með núðlum

Published 22 janúar, 2013 by fanney

Ég elska Satay-núðlurnar á Krua Siam á Akureyri. Það var hún elsku besta Tinna Brá vinkona mín sem kom mér upp á þær. Það er svo margt á matseðlinum hjá Krua Siam alveg fáránlega gott og ekki pakkabragð af matnum heldur alvöru krydd og gúmmilaðiheit. Í dag fékk ég gríðarlega löngun í satay-núðlurnar þeirra, en rétturinn sem ég eldaði vatt aðeins upp á sig þar sem ég er að reyna borða meira grænmeti. Þetta er því nokkurskonar satay-pottréttur með fullt af grænmeti og kjúkling og dass af núðlum 🙂 Ef ykkur líkar satay-sósa, já eða hnetusmjör og/eða hnetusmjör, þá er ég viss um að þessi réttur höfðar til ykkar!

___

Satay-kjúklingaréttur með núðlum

Fyrir tvo svanga maga

Satay-sósan:

100 gr gróft hnetusmjör

1/2 dl sojasósa (Kikkoman þykir mér best, ekki of sölt, ef þið notið aðra sojasósu, byrjið þá með minna magn og sjáið hversu sölt hún er)

3 msk sæt chillisósa (sweet chilli)

1 tsk malað kóríander

1/2 tsk malað cummin (broddkúmen)

1 dós kókosmjólk

safi úr 1 lime

2 cm bútur engifer, fínt rifinn

2 hvítlauksrif, fínt rifin

__

Öllu blandað saman í pott, suðunni leyft að koma upp og þá er sósan tilbúin. Þessi sósa dugar fyrir fjóra svo ég setti restina í krukku og inní ísskáp. Hægt að geyma í loftþéttu íláti inní ísskáp í marga marga daga!

__

2 kjúklingabringur, skornar í bita

1/2 rauðlaukur, skorinn í strimla

2 gulrætur, skornar í strimla

1 lúka baunaspírur

1/2 – 1 rautt chilli, fínt saxað

1/2 rauð paprika, skorin í strimla

nokkrir baby-maísar, skornir í bita

nokkrar water chestnut – hefði ég átt dósaopnara. Þær verða að bíða þar til ég hef fjárfest í einum slíkum

(eða það grænmeti sem ykkur dettur í hug að nota!)

3 vorlaukar, saxaðir

lúka jarðhnetur („salthnetur“ án salts – helst), saxaðar fínt

eggjanúðlur eða hrísgrjónanúðlur

___

Byrjið á því að steikja kjúklinginn og bætið svo grænmetinu útá ásamt chilli-inu, en geymið hneturnar og vorlaukinn þar til rétturinn er borinn fram. Ef þið eigið litla pönnu getið þið byrjað á að steikja kjúllann og setja til hliðar og taka svo grænmetið. Ekki gleyma að salta og pipra kjúllann og grænmetið. Á meðan eru núðlurnar soðnar í léttsöltu vatni, magn fer eftir hungri. Þegar allt er steikt og tilbúið er slatta sósu skellt út á pönnuna og núðlunum blandað saman við (eða núðlunum blandað saman við í stórri skál, bara hita sósuna aðeins á pönnunni áður). Þegar rétturinn er borinn fram er vorlauk og salthnetum stráð yfir og hver og einn kreystir svo úr lime-bát yfir diskinn sinn, hversu mikið fer eftir smekk. Sjálf vill ég setja nóg af lime-safa!

Verði ykkur að góðu! 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: