Granóla (múslí?)

Published 17 janúar, 2013 by fanney

Ég ruglast yfirleitt á þessu tvennu; granóla og múslí. Fyrir mér er þetta það sama, fullt af kornum, hnetum og etv. þurrkuðum ávöxtum. Til þess að gleðja þá smámunasömu þá get ég sagt að það er jú vissulega örlítill munur. Í grundvallaratriðum snýst hann um framleiðsluna. Þ.e. granóla er yfirleitt bakað/steikt í hunangi/sykri/sírópi og olíu, en múslí ekki. Hvað sem því líður þá langar mig að deila með ykkur þægilegri uppskrift að heimalöguðu granóla. Einhverjir kunna að gapa og jesússa sig yfir púðursykrinum og hlynsírópinu, sérstaklega nú í janúar, en er ekki betra að borða heimalagað granóla með smá sykri í staðinn fyrir keypt sull sem maður veit ekkert hvað er í (aukaefni og unnar olíur til dæmis)? Æ, svo má maður nú aðeins lifa, haaa… ;-)

Uppskriftin er miðuð við eins manns heimili myndi ég segja (JEY!) en hana má hæglega tvöfalda, þrefalda eða margfalda að vild. Geymist vel í loftþéttu íláti. Hún er fengin að láni frá Chef John sem ég fylgist vel með á YouTube.


Granóla; eftir ofn

___

Granóla

50 gr púðursykur

3 msk hlynsíróp (um 60 gr)

2 msk olía (um 26 gr)

1/2 tsk salt

140 gr hafrar (ég notaði múslí með þurrkuðum bláberjum, beisikklí hvaða hafrar sem er, blanda af höfrum eða þvíumlíkt, gott í skápatiltektinni!)

100 gr möndlur, grófsaxaðar

30 gr kókosmjöl (ég átti það ekki og notaði saxaðar valhnetur í staðinn)

ég bætti svo við dass af bourbon-vanillukornum, get einnig ímyndað mér að dass af kanil sé unaður

___

Blandið saman púðursykri, sírópi, olíu og salti. Blandið svo höfrunum, hnetum og kókosmjöli saman við – sem og vanillu/kanil eða öðrum kryddum sem ykkur langar að nota. Blandið mjög vel þar til allt er vel húðað í blautefnunum. Ef þið eigið sílíkonmottu, notið hana, ef ekki, notið þá bökunarpappír og spreyið hann með olíu/smjöri. Dreifið vel úr blöndunni og bakið við 140°C í klukkutíma, en hrærið í með gaffli á kortersfresti.

Ef þið viljið setja einhverja þurrkaða ávexti útí (döðlur, apríkósur, rúsínur, epli, mangó…) þá er best að setja þá útí þegar granólað er tilbúið, en ekki baka þá. Mig langar að saxa dökkt súkkulaði og setja útí granólað þegar það er orðið kalt :) En fyrst ætla ég að nota granólað til að búa til parfait fyrir vinkonu mína sem er í „ekkert súkkulaði eða nammi-átaki“ 😉

Verði ykkur að góðu og gangi ykkur vel! :-)

Granóla; fyrir ofn

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: