Sykurmöndlur – brenndar möndlur

Published 4 desember, 2012 by fanney

Jólunum fylgja sykurmöndlur eða brenndar möndlur. Það er bara svoleiðis. Sérstaklega hérna í Skandinavíu! Mér finnst þó þessar sem maður kaupir í búðinni ekkert spes, alltof harðar og of sætar og of eitthvað… bestu sykurmöndlur sem ég hef fengið fékk ég hjá strákunum á 1862 Nordic Bistro núna í september. Þessar komast ansi nærri, en þó ekki alveg. Það eru greinilega aðeins meiri töfrar settir í möndlurnar þeirra 🙂

Sykurmöndlur

Uppskriftin er ansi auðveld og hentar á eina bökunarplötu. Mjög auðvelt er að margfalda uppskriftina, en þá þarf þeim mun fleiri bökunarplötur því möndlurnar þurfa að fá pínu pláss til að sóla sig í ofninum.

___

Sykurmöndlur – brenndar möndlur

 

sykurmöndlur

500 gr möndlur með hýði

130 gr sykur

70 gr hlynsíróp

(má einnig nota samtals 200 gr sykur ef þið viljið sleppa hlynsírópinu)

2 tsk kanill

1/4 tsk svartur pipar

1/2 tsk salt

1 eggjahvíta

___

Byrjið á því að þeyta eggjahvítuna þar til hún verður að froðu. Þá er möndlunum blandað útí eggjahvítuna og þær baðaðar í froðunni. Þegar allar möndlurnar hafa fengið froðubað er sykri (og sírópi) og kryddum blandað saman við og allt saman hrært vel saman með skeið. Sett á bökunarpappírsklædda ofnskúffu (fínt að spreyja smá non-stick spreyi á pappírinn svo þær festist alveg örugglega ekki) og sett inní 130°C heitan ofn. Möndlurnar sóla sig í klukkutíma í ofninum, en á ca 15-20 mínútna fresti er ofnskúffan tekin út og möndlunum snúið svo þær bakist allan hringinn.

Voilá! Auðvelt alla leið – verði ykkur að góðu!

Auglýsingar

3 comments on “Sykurmöndlur – brenndar möndlur

 • takk fyrir þessa frábæru uppskrifta, búin að nota hana núna fyrir jólin og þetta dýrindi vekur mikla lukku allsstaðar 🙂 gleðileg jól og hafðu það nú gott 😉

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: