Fljótlagaðar bananamúffur

Published 29 nóvember, 2012 by fanney

Múffur – möffins – smábrauð – hvað sem þið viljið kalla þetta…. Þegar maður á 2-3 banana sem eru orðnir sorglega tanaðir, og maður er ekki týpan sem borðar slíka banana ,,beint af kúnni“ – þá er þessi uppskrift brilljant. Ótrúlega fjótleg og maður á yfirleitt allt í hana inní eldhússkápunum. Ætli það taki ekki ca 5 mínútur að græja deigið og svo bakar maður dúllurnar í 20-25 mínútur. Sumsé – nýlagaðar múffur á hálftíma. Selt? Prófið að henda í þetta á næsta frídegi ykkar. Hérna í Kalvåg snæddum við Camilla vinkona þessar múffur nýbakaðar og heitar, súkkulaðið bráðið inní þeim og kryddlyktin af þeim dáleiddi okkur (svolítið ýkt? Venjist því!). Pössuðu fullkomlega með kaffinu sem var bragðbætt með piparkökusírópinu sem ég gerði í gærkvöldi.

___

Bananamúffur

Fljótlagaðar bananamúffur

12-14 hefðbundin múffuform

110 gr smjör, brætt (plís ekki nota smjörlíki, það er bragðvont OG vont fyrir kroppinn)

2 egg

2-3 vel þroskaðir bananar, stappaðir

vanilluextract

230 gr hveiti

100 gr sykur

1 tsk lyftiduft

1/4 tsk matarsódi

1/4 tsk salt (ef þið notuðuð ósaltað smjör)

1,5 tsk kanill

1 tsk kardimomma (ef þið viljið, eigið og fílið kardimommu!)

100 gr saxaðar valhnetur/pekanhnetur já eða bara súkkulaði

___

Byrjið á því að kynda ofninn upp í 175°C svo hann verði tilbúinn í fjörið þegar deigið er tilbúið. Setjið 12 pappírsform í möffinsformbakka (ef þið notið slíkan). Næstu skref eru öll gerð í höndunum, engin hrærivél eða þeytari fær að koma nálægt múffubakstri!

Blandið saman öllum þurrefnum og sykri í einni skál, einnig hneturnar/súkkulaðið . Hrærið eggin saman í annarri skál og bætið bönununum útí og svo bræddu smjörinu og vanilluextracti. Hellið blautu efnunum útí þurrefnin og blandið varlega og alls ekki of mikið, bara þar til öll efnin í skálinni hafa fengið að kynnast aðeins og eru samlöguð. Ef við hrærum deigið mikið verða múffurnar seigar og leiðinlegar. Við viljum auðvitað hafa þær flöffí og skemmtilegar!

Skiptið deiginu milli 12 forma og bakið í 20-25 mínútur í 175°C heitum ofni. Leyfið aðeins að rjúka úr þeim eftir að þær koma úr ofninum, helst þó ekki meira en 5 mínútur (!!!) áður en þið snæðið þær með ískaldri mjólk, ilmandi kaffi eða nýlöguðum tebolla. Einfalt!

Auglýsingar

5 comments on “Fljótlagaðar bananamúffur

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: