Súkkulaðipiparkaka!

Published 28 nóvember, 2012 by fanney

Súkkulaði er gott. Piparkökur eru góðar. Súkkulaðipiparkaka er tvöföld ánægja! Ef ekki meira. Í rauninni er þetta samt ekki hefðbundin piparkaka, heldur kaka með jólakryddunum kanil, negul og engifer. Sú dýrð í bland við kakó OG saxað dökkt súkkulaði spilar svo einhverja ægilega fína tóna í skoltinum… prófið og látið mig vita!

Uppskriftin er fengin héðan, en ég verð að segja að ég var ekki ánægð með kremið hjá henni. Mæli frekar með því að þið gerið ítalskan marengs (t.d. er uppskrift neðst á þessari síðu) eða hreinlega dustið með flórsykri og berið fram með þeyttum rjóma. Já eða þeyttum rjóma með smá kanil útí, eða Bailey´s… eða eitthvað!

___

Súkkulaðipiparkaka

1 stk 24-28 cm kaka

250 gr hveiti

60 gr kakó (í upprunalegu uppskriftinni eru 90 gr en mér finnst það of mikið)

1 1/4 tsk natron

1/4 tsk negull (rúmlega að mínu mati)

1 tsk kanill (rúmlega að mínu mati)

1 tsk engifer (rúmlega að mínu mati)

1/4 tsk allrahanda (sleppti því, hver á annars allrahanda??)

125 ml sýrður rjómi

125 ml hrein jógúrt (ég sleppti jógúrtinni en setti samtals 2,5 dl af sýrðum rjóma)

80 ml vatn

110 gr mjúkt smjör

250 gr púðursykur

50 gr sykur

180 gr matarolía

3 egg

1 tsk vanilluextract

100 gr dökkt súkkulaði, saxað

___
Blandið saman þurrefnum í einni skál (megið gjarnan sigta þetta saman (tekur bara 1 mínútu, ég lofa!) þar sem kakóið vill voða mikið knúsa aðrar kakóflygsur) og svo sýrðum rjóma, jógúrt og vatni í annarri skál eða mælikönnu sem auðvelt er að hella úr. Byrjið svo á því að þeyta saman sykurinn og smjörið þar til óskaplega vel blandað (,,létt og ljóst“ gildir ekki hér, þar sem þetta verður hvorki létt né ljóst, en hugmyndin er sú sama – brjóta fitueiningarnar í smjérinu inní sykurinn svo þetta samlagist allt unaðslega vel í ofninum). Bætið þvínæst olíuinnu útí og svo eggjunum einu í einu. Það gerum við til þess að minnka líkurnar á því að blandan skilji sig. Geri hún það, farast hvorki himinn né jörð, en allur er varinn góður. Á þessu stigi er líka vænlegt að skella vanillunni útí skálina. Svo þarf að víxla þurrefnablöndunni og blautu blöndunni í smjörblönduna þar til allt er vel blandað (fyrst setjið þið 1/3 af þurrefnunum og blandið saman, svo helminginn af vökvanum og blandið – og svo koll af kolli þar til allt er vel blandað). Síðast setjið þið hakkað súkkulaði (ekki of smátt samt, ef ég má ráða. Ekki eins og súkkulaðispæni, en samt þannig að maður sé ekki að fá heilu hraukana af súkkulaði!).
Skv upprunalegu uppskriftinni er kakan bökuð í 22 cm formi, en ég hef eingöngu notast við 24 og 28 cm springform með mjög góðum árangri. Ég legg bökunarpappír á hringinn úr forminu og lokið. Klippið þar sem út af stendur og spreyjið allt formið vel með non-stick spreyi (eða smyrjið með öðrum ráðum). Hellið dásemdinni í formið og bakið í 180°c heitum ofni í 50 mínútur, eða þar til kökuprjónn kemur hreinn út, sé honum stungið í kökuna. Ef þið notið 28 cm form styttist bökunartíminn eitthvað, svo hafið varann á eftir ca 40 mín.
Kakan þarf svo að fá að kólna áður en hún er kremuð. Geymist mjög vel í kæli og tilvalið að frysta (án krems, að sjálfsögðu). Ég mæli þó með því að þið takið hana úr kæli ca hálftíma áður en á að borða hana, svo súkkulaðið sé ekki grjóthart og svona.
Hérna að neðan má svo sjá hvernig þessi terta er á jólahlaðborðinu á veitingastaðnum sem ég vinn á. Trén gerði ég úr lituðu marsipani – poppa svo sannarlega á snjóhvítu undirlagi 🙂
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: