Hnetusmjörscupcake

Published 25 apríl, 2012 by fanney

Martha Stewart er snillingur í bakstri. Hvort hún varð snillingur í því í fangelsinu veit ég eigi. Ég er svolítið eins og litlu börnin að því leitinu að sumir versla handa mér gjafir, fari þeir erlendis. Anna Rósa og Heimir, yndisvinir mínir á Akureyri, komu færandi hendi frá New York í fyrra og færðu mér bókina Cupcakes eftir Mörthu Stewart. Bókin er algjör biblía, hrikalega margar flottar uppskriftir og hugmyndir sem gaman er að skoða. Ég hef prófað þónokkrar þeirra, m.a. kókoscupcake, súkkulaðicupcake og svo þessa; peanutbutter & jelly cupcake. Ammrískara verður það varla – nema ég troði beikonsneið ofan á herlegheitin. Þessi cupcake vakti mikla athygli í Góða ferð partýinu mínu síðasta föstudag og lofaði ég nokkrum að senda uppskriftina á þá. Eins og gengur og gerist gleymdi ég hverjir það voru, svo ég hendi henni bara hér inn í þeirri von um að viðkomandi aðilar nálgist hana hér 🙂

Uppskriftin að kökunni er úr bókinni, en kremið er byggt á uppskrift í bókinni með mínu tvisti. Njótið og góða skemmtun!

Hnetusmjörscupcake

48 litlar eða 24 hefðbundin stærð

220 gr hveiti

1/4 tsk matarsódi

3/4 tsk lyftiduft

115 gr smjör

300 gr sykur

260 gr hnetusmjör, creamy

3 stór egg, eða 4 lítil

1/2 tsk vanilludropar

115 gr sýrður rjómi

110 gr salthnetur, grófsaxaðar

___

Byrjið á því að blanda saman hveiti, lyftidufti og matarsóda í einni skál. Í hrærivélarskál (eða í skál með þeytara) er svo sett smjör (ekki smjörlíki) og sykur og það þeytt vel saman. Þvínæst er hnetusmjörinu blandað vel saman við og þá eggjunum bætt útí, eitt í einu og blandað vel á milli. Vanilludropum blandað saman við og helmingnum af hveitiblöndunni, þá helmingnum af sýrða rjómanum, restinni af hveitiblöndunni og loks restinni af sýrða rjómanum. Ekki hræra of mikið þegar allt er komið í skálina, heldur rétt bara til að allt sé vel blandað. Þá er grófsöxuðu hnetunum bætt útí.

Bakað við 180°C í 13-20 mín (fer eftir stærð), tékkið með tannstöngli eða prjóni, potið í köku og ef hann kemur hreinn út þá er kakan tilbúin. Leyfið kökunum að kólna á eldhúsbekk áður en kremið er sett í.

___

Hnetusmjörskrem

170 gr rjómaostur, mjúkur

260 gr hnetusmjör (creamy)

1/2 tsk vanilludropar

250 gr mjúkt smjör (alls ekki smjörlíki)

ca 1,5 dl rjómi

3-400 gr flórsykur

Byrjið á því að hræra vel saman rjómaosti, smjöri og hnetusmjöri (ég nota þeytarann í hrærivélinni). Blandið því næst vanilludropunum útí og smátt og smátt flórsykri og rjóma. Þeytið í nokkrar mínútur til að fá loft í kremið. Ef það er of lint til að sprauta á kökurnar má skella því inní kæli í hálftíma.

___

Ég boraði endanum á trésleif ofan í hverja köku þegar þær höfðu kólnað niður í stofuhita, fyllti með ca 1/2-1 tsk af jarðaberjasultu og sprautaði svo kreminu ofan á. Martha setti sultuna ofan á kremið, en mér leist betur á hitt. Sannkölluð sykursæla 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: