Indverskur kjúklingur með hnetum, kóríander og spínati

Published 14 mars, 2012 by fanney

Tvær einmana kjúklingabringur inní ísskáp biðu þess sem verða vildi. Bigsys vildi prófa þetta kjúklingasalat en lilsys vildi indverskt. Hvað geri ég ekki fyrir sílið? Indverskt it was!

Ég var í ægilegu hnetuskapi og langaði í eitthvað í ætt við satay, sem er grillað kjöt með salthnetusósu. Obboslega gott. Úr því varð þessi ljómandi góði kjúklingaréttur sem verður án efa gerður aftur mjög bráðlega.

___

Indverskur kjúklingur með hnetum, kóríander og spínati

f. 2

2 kjúklingabringur, skornar í munnbita

1 tsk svört sinnepsfræ (má sleppa)

1 tsk cuminfræ (eða 1 tsk mala cummin)

1 rauðlaukur, skorinn í þunnar hálfmánasneiðar

2 hvítlauksrif, söxuð

1 dós kókosmjólk (tæplega)

1/2 krukka satay-paste (fæst m.a. í Bónus/Nettó, á sama stað og kókosmjólkin)

2 lúkur ferskt spínat

væn lúka ferskt kóríander, fínt saxað

chilli, ferskt eða þurrkað – eftir smekk

lúka salthnetur, grófsaxaðar

2 msk kókosmjöl

__

Byrjið á því að setja ca 2 msk af olíu í pott og steikið sinnepsfræin og cuminfræin þar til þau fara að ,,poppa“. Séu þessi fræ ekki notuð er byrjað hér á uppskriftinni. Bætið lauknum útí og steikið, hann á að fá smá lit. Bætið þvínæst kjúklingnum og hvítlauknum og brúnið kjúllann. Þvínæst er fersku eða þurrkuðu chilli bætt við ásamt satay-paste og kókosmjólkinni. Þetta fær að malla í tíu mínútur eða svo, má alveg vera lengur. Rétt áður en rétturinn er borinn fram er slatta af spínati bætt útí sem og hrært vel í. Spínatið er fljótt að visna, sem er það sem við viljum, og þegar því er náð er kóríander, salthnetum og kókosmjöli bætt útí og borið fram með (hýðis)hrísgrjónum, bankabyggi eða kínóa, naan-brauði og sýrðum rjóma.

Auglýsingar

One comment on “Indverskur kjúklingur með hnetum, kóríander og spínati

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: