Salat með hörpuskel, ferskum ananas og jarðaberjum

Published 26 febrúar, 2012 by fanney

Síðasta föstudagskvöld fengum við Svenni að leiða saman hesta okkar í eldhúsinu mínu og elda fyrir gott fólk sem þykir gaman að borða. Við ákváðum að hafa fiski-og sjávarréttahlaðborð og enduðum með 5 aðalrétti og svo þrjá eftirrétti. Allt heppnaðist einstaklega vel og fóru allir gestir saddir og sælir heim 🙂

Hér kemur svo fyrsti rétturinn. Hugmyndin er fengin af vef tímaritsins Delicious (hérna) en þar er humar notaður í salatið. Þetta er rosalega ferskt og djúsí salat sem er algjörlega tilvalið að snæða útá palli í vor með gott hvítvín í glasi. Þá væri e.t.v. sniðugt að græja salatið og henda svo hörpuskelinni á grillið.

___

 
  Salat með hörpuskel, ferskum ananas og jarðaberjum

f. 4

Hörpuskel (magn fer svolítið eftir fjölda, en gott að gera ráð fyrir 3-4 á mann)

1/2 ferskur ananas

1,5 askja jarðaber

100 gr furuhnetur, ristaðar

salatblanda (spínat, klettasalat, lollo rosso eða það sem þér þykir best)

  Vinaigrette:

2 msk hvítvínsedik

3 msk ólífuolía

1 tsk dijon-sinnep (væn!)

1 tsk hunang (ég notaði birkisíróp)

smá salt

___

Skera ananas og jarðaber í bita, ekki of litla, og blandið saman við salatið í skál. Pískið saman vínagrettuna og smakkið til, ég setti pínu pipar og chilli útí mína. Hörpuskelin krydduð eftir smekk, steikt (eða grilluð) á grillpönnu og sett til hliðar; skorin eftir endilöngu. Þegar bera á réttinn fram er víngrettunni blandað saman við salatið og ávextina, furuhnetunum blandað saman við, salatið breitt út á fallegan disk og hörpuskelinni raðað yfir. Hrikalega fljótlegt og unaðslegt!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: