Nutella ostakaka

Published 15 febrúar, 2012 by fanney

Aha, ég er ekki að grínast. Þessa uppskrift fann ég á Pinterest-ráfi mínu eitthvert kvöldið og vissi að ég yrði að prófa hana hið fyrsta. Ekki gat ég gert hana afþvíbara og setið ein að góssinu, svo ég nýtti tækifærið og henti í hana í gær, enda átti ég von á fullt af flottum skvísum úr Handleiknifélaginu Þorgerði í heimsókn. Þær voru góður tilraunahópur og fékk kakan voða góða dóma. Flesta þeirra er svosem ekki hægt að skrifa, þeir voru meira í líkingu við allskyns svipbrigði og unaðshljóð. En þið getið ímyndað ykkur…

Uppskriftin er ammrísk og þ.a.l. á ,,bollamáli“. Ég ákvað því að ,,þýða“ hana yfir á okkar mál, þ.e. grömm, svo auðveldara væri að græja hana í snatri (það tekur pínu tíma að gúggla!). Kakan er frábær í eins manns portion eins og á blogginu, mjög lekkert og fensí, en gæti allt eins verið á fati eða í skál. Tékkitt:

___

Nutella ostakaka

f. 6-8 (sem einstaklingsskammtar, segir 4-6 en vó, þá er mikið á mann!)

_

Botn:

1 pakki oreo-kexkökur (segir 12 í uppskriftinni, en ég notaði allan pakkann, 16 kökur minnir mig)

50 gr smjör, brætt

__

Basic ostakökubotn; mylja kexkökurnar í matvinnsluvél eða berja á þeim í poka. Blanda bræddu smjöri saman við þar til blandan líkist blautum sandi. Setja í form(in) og kæla á meðan fyllingin er útbúin.

__

Fylling:

220 gr rjómaostur, við stofuhita

1/2 krukka Nutella, við stofuhita

1 tsk vanilludropar

220 gr rjómi (á að nota whipping eða cool whip, en það fæst ekki hérlendis enda tilbúningur frá a til ö, rjóminn er bestur!)

__

Ég byrja á því að þeyta rjómann og setja til hliðar. Þá er rjómaosturinn hrærður vel saman við Nutella og vanilludropana. Þvínæst þarf að blanda rjómanum útí Nutella-blönduna, en það þarf að gerast mjög varlega svo loftið sem við vorum að þeyta í rjómann fari ekki úr (við viljum að sjálfsögðu hafa Nutella-fyllinguna létta!). Það er gert með aðferð sem kallast ,,folding“, þá notum við sleikju og hrærum varlega saman með því að ,,fella saman“ nutelladótið og rjómann. Þetta tekur nokkrar mínútur, mestu máli skiptir að gera þetta varlega svo loftið haldist í rjómanum.

Þá er fyllingunni sprautað í formin, eða dreift jafnt yfir stóra formið sé það notað, og herlegheitin kæld í amk 2 tíma fyrir framreiðslu.

Áður en fegurðin er borin fram er þeyttum rjóma sprautað á kökuna, eða hann borinn fram með henni. Svo er ristuðum heslihnetuflögum stráð yfir rjómann. Algjört delish…

Auglýsingar

4 comments on “Nutella ostakaka

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: