Mangóbleikja

Published 12 janúar, 2012 by fanney

Auðvelt. Fljótlegt. Hollt. Bragðgott. Allir glaðir?

Eftir bleikjusamræður við vin minn í dag (já, samræður okkar geta verið furðulegar. Í vikunni ræddum við m.a. um lyftiduft) fékk ég gríðarlegt ,,craving“ í bleikju. Ég átti reyndar unaðslega afganga af kínóasalati með kjúlla og grænmeti (sem ég át með tómatdressingunni himnesku) en ákvað að eiga það til góða í hádeginu næstu daga og skellti mér í Hrísalund. Þar veiddi ég þetta gullfallega bleikjuflak á tæpar 600 krónur, nóg fyrir okkur systurnar. Þegar heim var komið skellti ég í sætkartöflufrönskum, kryddaði með sterkri pítsaolíu og smá tamarísósu og inní ofn. Tekur ekki nema 15-20 mínútur þegar maður sker þær frekar þunnt, nice!

Næst græjaði ég mangósalsa með kóríander. Ég notaði eiginlega bara það sem ég fann í ísskápnum; pínu rauðlauk, fínt saxaðan; smá rauða papriku, fínt saxaða; örlítinn gúrkubita, fínt saxaðan og mangó (sem einu sinni var frosið, en ég geymi pokann inní ísskáp því þetta er notað svo mikið hérna heima) sem ég skar niður í minni bita. Svo saxaði ég slatta kóríander, ca tvær matskeiðar, og demdi yfir þetta ásamt smá ólífuolíu, salti og pipar. Tilbúið!

Bleikjan var auðveld… ég keypti fyrir nokkru einstaklega girnileg krydd í Hagkaup. Meðal þeirra er Curry Mango krydd, sem fékk að kyssa bleikjuna áður en hún fór í ljós í heilsugrillinu mínu í 3 mínútur. Þá var allt tilbúið!

Þetta var svo borðað með dass af sýrðum rjóma og kóríander rifið yfir – enda ööölska ég kóríander.

Myndin er í boði Photobooth… tæknin, krakkar, tæknin.

Auglýsingar

2 comments on “Mangóbleikja

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: