Lárperusúpa með appelsínu- og mangósalsa

Published 9 janúar, 2012 by fanney

Enn ein uppskrift sem ég prófa úr fögru Happ Happ Húrra bókinni minni. Sökum lárperublætis okkar systra vakti þessi uppskrift athygli okkar strax við fyrstu skoðun og var ákveðið að hún yrði mánudagssúpa þessarar viku. Auðveldari súpu er held ég ekki hægt að gera, ef frá eru taldar súpur í dós sem eru bara hitaðar upp í öbba. Meira að segja pakkasúpur eru flóknari fyrirbæri en þessi hér. Í ofanálag er hún stútfull af allskyns næringarefnum, vítamínum og steinefnum sem allir hafa gott af. Sérstaklega litlar systur með hor og slef og hósta.

Súpan er vissulega dálítið sérstök þar sem hún er köld, en ég er hrifin af köldum súpum og þessi rann ansi ljúflega niður. Mér leið eins og ég væri að borða einhvern gríðarlega djúsí eftirrétt. Með súpunni er borin fram appelsínu- og mangósalsa og tamarímöndlur, algjört afbragð. Ég sé alveg fyrir mér að græja þessa í einhverju hádeginu í sumarfríinu mínu, enda verður svo hlýtt og gott sumar 🙂

Uppskriftin í bókinni er gefin upp fyrir fjóra, en þar sem við erum bara tvær í heimili gerði ég einungis hálfa uppskrift. Hér fyrir neðan er sú uppskrift, eilítið öðruvísi en upphaflega uppskriftin. Uppskriftina að appelsínu- og mangósalsa má svo finna hér. Biðst afsökunar á slakri mynd, þessi er úr síma lilsys.

___

Lárperusúpa

f. 2

1/2 gúrka, gróft rifin

2 lítil avókadó

4-5 dl vatn/kókosvatn (byrjið á 4 og bætið svo við ef þið viljið hafa súpuna þynnri)

1/2 poki frosnir mangóbitar (afþýddir), af því ég átti ekki ferskt mangó

1 msk fínt saxaður rauðlaukur

1 sellerístöngull, niðurskorinn

3 msk sítrónusafi

1/2 tsk kóríanderduft

1/2 tsk cumminduft (broddkúmen)

1 tsk appelsínubörkur, rifinn

handfylli ferskt kóríander

smá sjávarsalt

___

Eins og ég sagði, þá er þetta sérstaklega einföld súpa; skellið öllu í matvinnsluvél/blandara eða potið töfrasprotanum á þetta og voilá! Súpan er tilbúin! Smakkið til með salti og sítrónusafa.

Auglýsingar

One comment on “Lárperusúpa með appelsínu- og mangósalsa

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: