Appelsínu- og mangósalsa

Published 9 janúar, 2012 by fanney

Þetta salsa er ætlað með köldu lárperusúpunni úr Happ Happ Húrra bókinni, en má að sjálfsögðu nota með hverju sem er. Get vel ímyndað mér að hún sé sérlega góð með grilluðum fiski! Ein skeið af þessari dásemd verður eins og flugeldasýning í munninum, algjör bragðsprengja! Ég sé fyrir mér að gera svona salsa og borða eitt og sér, rosalega gott.

___

Appelsínu- og mangósalsa

f. 2 (sem meðlæti með súpu)

 

 

 

 

 

 

 

1 appelsína (eða blóðappelsína)

1/2 poki frosið mangó, afþýtt (eða 1/2 ferskt)

1/2 rauð paprika

handfylli ferskt kóríander

sjávarsalt

___

Appelsínan er afhýdd og sem mest af hvíta berkinum skorið af. Mér þykir best að skera fyrst toppinn og botninn af og renna svo hnífnum frá toppi og niður og taka þannig allan börkinn af. Hún er svo skorin í litla bita. Mangóið og paprikan einnig skorin í litla bita og kóríander saxað fínt. Öllu blandað saman í skál og smakkað til með örlitlu salti (eða ekki, þar er salt í súpunni ef þið notið þetta með henni).

Auglýsingar

One comment on “Appelsínu- og mangósalsa

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: