Tómatmauk – sósa – á pítsur, á borgara, samlokur, sem ídýfa…

Published 8 janúar, 2012 by fanney

Unaðsleg tómatsósa frá Happ – úr nýju, fallegu og girnilegu Happ Happ Húrra bókinni minni. Þessi sósa er bæði notuð í svartbaunaborgarann sem og sem meðlæti. Þá notuðum við systur þessa sósu sem pítsasósu á tortillakökur á laugardagskvöldið og ætli við notum nokkuð aftur aðra sósu? Þessi sósa fór svo inní tortilla-vefju í sunnudagsbröns, með afgangsbuffi, grænmeti og sýrðum. Hún er rosalega fersk og góð og einstaklega auðveld þegar maður á töfrasprota (eða matvinnsluvél).

___

Tómatmauk frá Happ

ca 4 dl.

4 dl tómatar, saxaðir (ferskir)

1,5 dl sólþurrkaðir tómatar, saxaðir

1/4 dl fersk piparrót, fínt rifin

1 lítill skallottulaukur, saxaður (notaði ca 2 msk af fínt söxuðum rauðlauk)

1 msk ólífuolía

1/2 msk sítrónusafi

1 tsk þurrkaðar chilliflögur

1/2 tsk sjávarsalt

__

Allt sett í skál/dollu og maukað með töfrasprota – eða sett í matvinnsluvél og maukað þar. Skv. bókinni á að mauka þetta gróft, en ég maukaði þetta frekar fínt sem mér þótti gott. Auðveldara gerist það ekki, folks!

Auglýsingar

2 comments on “Tómatmauk – sósa – á pítsur, á borgara, samlokur, sem ídýfa…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: