Sætkartöflufranskar

Published 8 janúar, 2012 by fanney

Franskar kartöflur… sætar kartöflur… sætar kartöflu franskar! Betra getur það ekki orðið. Þetta fyrirbrigði hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér, sem og rófufranskar. En það toppar ekkert sætkartöflufranskarnar. Þær eru miklu betri en hefðbundnar franskar, svo ekki sé talað um hollari! Tekur alls ekki langan tíma og er mjög lítið mál – tékkaðu á þessu:

___

Sætkartöflufranskar

Sætar kartöflur (hæfilegt að nota eina og hálfa stóra sé verið að metta 4 munna)

ólífuolía

sjávarsalt

krydd að vild (rosalega gott að nota bæði timjan og rósmarín, einnig kanil og chilli)

___

Kartöflurnar afhýddar, skornar í tæplega 1 cm þykkar sneiðar og sneiðarnar síðan skornar í tæplega 1 cm þykka stubba. Ég hendi svo öllum stubbunum í poka, drissa yfir smá ólíuolíu og því kryddi sem hentar hverju sinni, hristi og nudda og dansa kónga og hendi svo á bökunarplötu. Jafna svo úr stubbunum, þeir verða helst að vera í einu lagi, þ.e. ekki troðast yfir aðra stubba, og hendi svo inní 220°C heitan ofn í 20-30 mín. Auðveldara verður það ekki!

Auglýsingar

3 comments on “Sætkartöflufranskar

 • oki afsakið en þessar voru prófaðar á Maltesholmsvägen í kvöld og ég átti nú alveg von á því að þær væru góðar en JEMUNDUR MINN EINI hvað þær voru mikill unaður! Love it! Og ég dansaði bara lambada meðan ég hristi þetta til 🙂

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: