Baunaborgari með sætum kartöflum

Published 8 janúar, 2012 by fanney

Ósjaldan kíki ég í Bókval eftir vinnu og fletti blöðum eða handavinnu- og matreiðslubókum. Bókval er að sjálfsögðu ekki til lengur, heldur keypti Penninn þetta og svo Eymundsson – eða öfugt – svo nú á þetta að kallast Eymundsson – eða Penninn Eymundsson? Eníhú – þetta verður alltaf bara Bókval hjá mér.

Fyrir jólin var ég algjörlega gagntekin af bókinni sem veitingastaðurinn Happ var að gefa út sem heitir því stórsniðuga nafni Happ Happ Húrra. Ég fletti henni fram og til baka og langaði að prófa allar uppskriftirnar. Núna eftir jólin ákvað ég að kaupa bókina og byrja strax að prófa uppskriftir upp úr henni. Þar sem við systur erum báðar mjög hrifnar af allskyns baunaréttum þá varð þessi svartbaunaborgari fyrir valinu núna á föstudagskvöldið, borinn fram með bestu frönskum sem hægt er að fá: sætkartöflufrönskum. Við sáum hvorugar eftir því að skipta út heimabakaðri pítsu fyrir borgarann, hann var ÆÐI! Ég mæli algjörlega með því að þið kaupið ykkur bókina ef þið eruð hrifin af matnum á Happ; hollum og mjög bragðgóðum mat sem auðvelt er að græja heima í eldhúsi.

___

Svartbaunaborgari

4 buff – nóg fyrir fjóra með meðlæti og frönskum

1 dós niðursoðnar svartar baunir (ég nota þessar lífrænu úr Nettó, í svörtum dósum)

1,5 dl fersk brauðmylsna af grófu brauði (ég notaði bara afganginn af snittubrauði frá því deginum áður, ristaði og mixaði í matvinnsluvélinni)

1 dl fínt saxaður laukur (ég notaði rauðlauk)

1 dl tómatmauk (sjá hér)

1 tsk cummin (broddkúmen, ég notaði alveg 1 msk þar sem við eeelskum þetta krydd)

2 msk fínsaxað kóríander

___

Stillið ofninn á 200°C (ef þið gerið sætkartöflufranskar með, þá eruð þið búin að vera elda þær í ca korter áður en þið hendið borgurunum inn svo ofninn ætti að vera orðinn heitur þá :)). Hellið vökvanum af baununum (ég skola þær líka í sigti) og setjið í skál, maukið með gaffli. Mér finnst ekki gott að mauka þær alveg í klessu, heldur vil ég hafa mauk og ,,brotnar“ baunir á víð og dreif. Bætið svo afgangnum af hráefnunum saman við og hrærið. Ég leyfði þessu að bíða í ca tíu mínútur til að leyfa þessu að ,,taka sig“ en þess þarf ekki. Skiptið deiginu í fernt, mótið borgara (ég hafði mína dálítið aflanga þar sem ég setti þá á lítil naan-brauð) og setjið borgarana á bökunarpappírsklædda plötu og bakið í 15 mín.

Borgarinn er ofsalega góður og djúsí, ekki þurr og bragðlaus eins og stundum vill verða. Hann er jafnframt einfaldur, fá innihaldsefni og fljótgerður. Meðlætið er svo undir ykkur komið. Á föstudagskvöldið vorum við með lítil naan-brauð sem við hituðum í ofni, smurðum með unaðslegri Happ-tómatdressingu (sjá hér), þá borgarinn, ferskar mozzarella sneiðar, kál, tómatar, avókadó og sýrður rjómi. ALGJÖR UNAÐUR! Borðuðum með sætkartöflufrönskum (sjá hér) og allir mallar glaðir. Sem sunnudagsbröns hitaði ég heilhveititortillu í öbba, smurði með tómatdressingu, setti hálft buff þar inní (tortillan er svo lítil), klettasalat, papriku, tómata og sýrðan rjóma og vá – alls ekki síðra. Býst við að sú útgáfa verið oftar gerð hér á bæ.

Auglýsingar

One comment on “Baunaborgari með sætum kartöflum

 • nammi namm. Bjó þetta til í kvöld og heppnaðist vel. Gerði reyndar ekki tómatmaukið, átti ekki allt í það. En setti annð tómatmauk+ólívuolíu í staðinn. Verð að prófa hitt næst :o) Þessu var svo skellt í alvörunni pítubrauð með allskonar grænmeti og sýrðum rjoma. Takk, namm.

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: