Jólahnetur

Published 19 desember, 2011 by fanney

Já eða ,,Holiday spiced nuts“ eins og vinkona mín hún Laura Vitale kallar þær. Þessar eru alveg ótrúlega góðar, dásamlega kryddaðar en sætar hnetur – ristaðar og svo skellt í kryddblöndu. Fáránlega auðvelt, um að gera að gera amk tvöfalda uppskrift því þetta mun rjúka út. Njótið!

Jólahnetur

2,5 bollar hnetur (það er t.d. til góð hnetublanda í Nettó, er í stórum plastdunki. Einnig er Kostur með frábært úrval af hnetum á mjög góðu verði, um að gera að gera sína eigin blöndu! Mæli með möndlum, pekanhnetum og kasjúhnetum)

1,5 msk púðursykur

2 msk smjör, brætt

1 msk ferskt rósmarín, fínt saxað (eða 1 tsk þurrkað rósmarín, mulið í mortéli eða milli fingra)

Nýmalaður svartur pipar

1 tsk salt (nema hneturnar hafi verið saltaðar, þá sleppa þessu)

1/4 tsk cayenne pipar (ég notaði chilliduft)

1/2 tsk cummin (ég notaði garam masala, og alveg heila tsk af því)

___

Aðferð:

Ofninn hitaður í 180 °C. Hneturnar settar á bökunarplötu (þarf ekki að vera pappír, en það auðveldar þrifin) og ristaðar í ofninum í ca 15 mínútur. Á meðan er kryddblandan útbúin. Bræðið smjörið og blandið öllu saman í stórri skál, sem rúmar allar hneturnar og rúmlega það. Þegar hneturnar hafa slappað af í hitanum í korter er þeim dembt útí skálina (já, meðan þær eru enn heitar) og öllu blandað vel saman í nokkrar mínútur. Ég dreifði svo úr þeim á sömu bökunarplötu og leyfði þeim að kólna áður en ég sturtaði þeim í krukku.

Rosalega góðar bjórhnetur eða sem nasl, eflaust hreinn unaður í salöt líka! Verði ykkur að góðu 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: