Bleikju-ceviche

Published 19 desember, 2011 by fanney

Ceviche er réttur ættaður frá suður- og mið-Ameríku og er í rauninni einhverskonar fiskur eða sjávarréttir eldaðir upp úr sýru (sítrónu-, lime-, appelsínusafa oþh.). Þennan rétt hef ég lengi haft í uppskriftabókinni minni, en uppskriftin er komin frá Særúnu frænku. Einhvern tímann gerði hún þennan rétt í einhverju fjölskylduboði og ég hreifst algjörlega! Upprunalega er uppskriftin með smálúðu, en þar sem það er fjári erfitt að nálgast hana nútildags (sérstaklega þegar Jonni frændi býr langt í burtu) hef ég gert hana með bleikju.

Rétturinn er tilvalinn sem forréttur, þá bara borinn fram í fallegri skál, háu glasi eða hvaðeina, annað hvort með eða án ristaðs brauðs, baguette eða þvíumlíkt. Mér finnst ekki þurfa neitt brauð, bara ískalt og gott hvítvín og klassa félagsskap.

Finnist ykkur hugmyndin furðuleg, þ.e. að ,,elda“ fiskinn í sítrónusafa án nokkurs hita, þá skora ég á ykkur að prófa! Fiskurinn er alls ekki hrár heldur verður dásamlega mjúkur og ferskur – eins og fullkomlega grillaður.

___

Bleikjuceviche

500 gr bleikja/lax/smálúða, beinhreinsuð, roðflett og skorin í litla bita
safi úr 2 sítrónum
1 msk salt
1 msk sykur

Marineruð í þessu í 24 klst (ég marineraði bara í ca 4 klst en hrærði oft og það var allt í góðu)

4 tómatar, saxaðir fínt
1 græn paprika, söxuð fínt (ég var með 1 stóra gula)
10 svartar ólífur (mmmm eða meira!)
4 msk góð olía, helst extra virgin ólífuolía
2 msk hvítvínsedik
4-5 dropar tabasco sósa (ég setti ca 1/2 – 1 tsk chilli)
1/2 tsk oregano
2 msk fersk steinselja, söxuð fínt

Fiskurinn tekinn úr marineringunni og safinn skilinn eftir. Öllu hráefni blandað í stórri skál og leyft að taka sig í 3 klst.

Auglýsingar

One comment on “Bleikju-ceviche

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: