Karamelludýrð/Caramel shortbread

Published 25 október, 2011 by fanney

Þessi uppskrift er killer!

Á nánast öllum kaffihúsunum sem ég fór á í Bretlandi í sumar var hægt að fá nokkuð sem kallaðist Caramel slice eða caramel shortbread. Þetta var einnig hægt að versla í stórmörkuðum á slikk… og eiginlega bara allstaðar. Guðsús sé lof fyrir að aðgengið sé ekki eins gott hérna heima! Þá væri staðan önnur á Frk. Fanney Dóru! Við erum að tala um það að við mæðgur ferjuðum nokkra pakka af þessari dásemd alla leið frá London og rifumst svo um það hver ætti að fá að borða þetta þegar heim var komið. Eftir smá gúggl þá fann ég góða og auðvelda uppskrift af þessari dýrð, þessari bragðflugeldasýningu!

Eina mojið við þessa uppskrift er að verða sér úti um condensed milk. Condensed milk er í rauninni sæt, niðursoðin mjólk – tilvalin til að gera m.a. djúsímjúka karamellu. Þessa dásemdarvöru (sem lítur m.a. svona út) er oft hægt að finna í Hagkaupum og asískum búðum, eflaust í Kosti og svo hef ég heyrt að þetta fáist í pólskum búðum. Trúið mér, þessi karamelludýrð er svo sannarlega vesenisins virði – og rúhúúmlega það!

___

Karamelludýrð / Caramel shortbread

 

Botninn:

230 gr kalt smjör (ekki smjörlíki, takk fyrir takk!)

50 gr púðursykur

250 gr hveiti

 

Fylling:

1 dós sæt, niðursoðin mjólk

230 gr smjör

4 msk síróp

240 gr púðursykur

 

Ofaná:

150 gr suðusúkkulaði

1 msk smjör

 

Hitið ofninn í 180°C og hafið ca 23x33cm form tilbúið. Það þarf ekki að smyrja, en ég setti bökunarpappír þannig að pappírinn náði yfir tvær gagnstæðar hliðar, til að auðvelda mér að lyfta tilbúinni dýrðinni uppúr mótinu þegar ég færi að skera.

Byrjið á því að  blanda saman púðursykrinum og hveitinu. Skerið smjörið í litla teninga og blandið því saman við hveitiblönduna með gaffli eða notið fingurna til að mylja smjörið inní hveitið. Reynið að gera þetta með léttum hreyfingum þannig að smjörið bráðni ekki um of, við viljum að blandan verði svolítið eins og blautur sandur og að allt smjörið sé vel mulið í hveitið og púðursykurinn. Þá er þessu þrýst í mótið, vel í alla kanta og svona, og svo bakað í 20 mínútur.

Næst setjum við niðursoðnu mjólkina, smjörið, sírópið og púðursykurinn í pott. Koma suðunni upp og leyfa að sjóða í 5 mínútur, passið að hræra stanslaust í pottinum, annars brennur karamellan við. Að því loknu er karamellunni hellt yfir bakaðan botninn og herlegheitin sett inní kæli (eða inní frysti fyrir þá sem eru óþolinmóðir) þar til karamellan hefur stífnað.

Þá er að bræða súkkulaðið og blanda smá smjöri saman við og smyrja jafnt yfir karamellulagið. Hérna þarf að hafa frekar hraðar hendur, sérstaklega ef karamellugumsið var að koma úr frysti, því súkkulaðið harðnar fljótt.

Þetta geymist vel í kæli eða frysti. Passið bara að taka þetta úr kælinum kannski 5 mínútum áður en þið skerið ykkur bita, annars á súkkulaðið það til að brotna. Gott er að bleyta hníf í mjög heitu vatni áður en dýrðin er skorin.

Varúð – ávanabindandi!

 

 

Auglýsingar

2 comments on “Karamelludýrð/Caramel shortbread

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: