Hnetusmjörskúlur – konfekt

Published 25 október, 2011 by fanney

Jæja, loksins loksins loksins! Afmælisuppskriftirnar fara núna (vonandi) að detta hérna inn, byrjum á hnetusmjörskúlunum. Dásamlega gott konfekt, auðvelt í þokkabót en ansi ávanabindandi. Bæði hægt að nota fínt og gróft hnetusmjör, peeps!

___

Hnetusmjörskúlur

500 gr hnetusmjör

57 gr smjör

ca 300 gr flórsykur

1/2 tsk vanilludropar

Hjúpsúkkulaði

___

Byrjið á því að setja hnetusmjörið og smjörið í skál og inní örbylgju þar til mjúkt. Hrærið vel saman og blandið vanilludropunum útí. Bætið þvínæst flórsykrinum við þar til þetta er orðið ansi stíft. Athugið þó að blandan á eftir að stífna þegar hún kólnar.

Setjið plastfilmu yfir og kælið í amk klukkustund. Þá er hægt að móta kúlur (eða hvaðeina!) úr massanum. Áður en kúlurnar eru hjúpaðar er gott að skella þeim í frysti í hálftíma, klukkutíma.

Ég mæli sérstaklega með Nóa Siríus hjúpsúkkulaðidropunum, og þá þeim dökku. Ef þið ætlið að hjúpa með suðusúkkulaði eða þvíumlíkt þá eigið þið eftir að lenda í erfiðleikum með storknun súkkulaðisins, því það er ótemprað. Spyrjið bara Ásgeir Sandholt!

Auglýsingar

One comment on “Hnetusmjörskúlur – konfekt

 • Hressandi að hitta á þig allstaðar :O) …. var að leita á netinu af góðu konfekti og auðvitað poppar þú upp Takk fyrir þetta …. ég er að hugsa um að prófa þessa í kvöld.

  Konfektkveðjur Rut Hauks

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: