Hressingarsafinn

Published 9 október, 2011 by fanney

Allt sem fer upp, kemur niður. Þetta á líka við um safapressuna mína sem ég eignaðist fyrir örugglega 6-7 árum. Dásamlegur gripur sem ég fjárfesti í eftir miklar spekúlasjónir um safapressur. Síðan af þessum kaupum varð hefur notkunin hinsvegar verið ,,upp og niður“ eins og ég sagði. Þ.e. ég tek tímabil þar sem ég er rosalega dugleg að pressa girnilega safa, en svo gleymist hún í nokkra mánuði þar til ég fatta hana aftur og byrja að pressa eins og kraftlyftingakona.

Núna er ég á ,,upp-skeiði“ og pressa því safa ansi reglulega. Ferskpressaðir ávaxta- og grænmetissafar eru nefnilega frábær uppsretta allskyns vítamína, steinefna og annarra næringarefna sem ganga hratt inní kroppinn. Svo eru þeir líka bara fáránlega góðir á bragðið! Ég verð þó að viðurkenna að ég festist oft í einum ákveðnum djús, einhverri ákveðinni blöndu af ávöxtum og grænmeti sem virkar vel. Núna er það Hressingarsafinn minn svokallaði:

Hressingarsafi

f. 1-2

4-6 gulrætur

1-2 rauðar paprikur

1 lime

2 appelsínur

__

Byrja á því að snyrta gulræturnar og paprikuna og afhýða lime og appelsínur. Ég byrja alltaf á því að pressa ,,harða“ dótið (sérstaklega engifer ef ég nota hann) svo safinn úr sítrusávöxtunum (eða öðru safaríku) ,,skoli“ restina af ,,harða“ safanum með í partýið. Einhver dilla sem ég hef tileinkað mér eftir að hafa horft á (of) marga þætti um djúsun. Eníhú. Pressa allt góssið með bros á vör. Ég er svo með aðra dillu; ég þarf alltaf að þrífa græjuna ÁÐUR en ég drekk safann. Þá hendi ég 4-5 klökum í safann á meðan ég tek safapressuna í sundur og þríf allt saman.

______

Varðandi kaup á safapressum:

Ég er stundum spurð að því hvað þurfi að hafa í huga þegar maður fjárfestir í safapressu. Ég hef nú svosem ekki kynnt mér þetta nýlega, en þegar ég var að spá í þetta á sínum tíma þá var númer 1, 2 og 3 hjá mér að hún tæki ,hart“ (s.s. engifer, gulrætur, rófur, rauðrófur osfrv.) og að einstaklega auðvelt væri að taka hana ALLA í sundur og þrífa. Ef það er ekki auðvelt, þá muntu ekki nota hana. Það er bara þannig. Og fyrra atriðið er náttúrulega mikilvægt, því grænmeti er bæði ansi gott í safann sem og fáránlega hollt 🙂

Ef þú hefur verið að pressa þér safa, hvað ertu að setja í pressuna? Það væri voðalega gaman að prófa!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: