Möndlusnakk / Ristaðar möndlur

Published 8 september, 2011 by fanney

Það er nauðsynlegt að eiga gúmmilaði til að narta í. Það gæti verið súkkulaði (mmm, fátt betra!), kex, ávextir, grænmeti, snakk, hnetur eða hvaðeina. Um þessar mundir er ég gjörsamlega með blæti fyrir ristuðum möndlum. Útá grautinn, í salatið, uppí munninn… Namm!

Fyrir mörgum árum prófaði ég þetta eftir að hafa séð Jamie Oliver gera svipað. Síðan þá hef ég reglulega skellt möndlum á pönnuna og notið í botn. Þetta er eiginlega ekki uppskrift heldur bara svona áminning um að þetta sé til, því ég gleymi því ansi oft. Það er frábært að rista slatta í einu og geyma svo í krukku á eldhúsbekknum eða þar sem stutt er að grípa til hennar þegar löngunin vaknar. Núna er hægt að fá 500 gr möndlupoka í Bónus á fínu verði.

___

Möndlusnakk/Ristaðar möndlur

Möndlur, með eða án hýðis

Salt

Kanill

Chilli-duft

Dass ólífuolía

__

Aðferðin er eins auðveld og getur orðið; möndlurnar settar á pönnu og ristaðar á miðlungsháum hita þar til þær taka lit (hýðislausar) eða fara að snarka aðeins (með hýði). Þá er pannan tekin af hitanum og ogguponsulitlum dropa af ólífuolíu smellt útá (við erum að tala um ca 1 tsk á 250 gr) og hrært vel til að ,,húða“ allar möndlurnar. Þvínæst er kryddinu stráð yfir í því magni sem þið kjósið (þorið!). Gott að smakka öðru hvoru og tékka hvort það þurfi meira af einhverju. Svo má auðvitað setja einhver allt önnur krydd útá – ef sá gállinn er á ykkur! Möndlurnar þarf þó að kæla aðeins niður áður en þær eru borðaðar, því þær verða seigar þegar þær hitna.

Dásamlega gott – og sérstaklega með köldum drykk!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: