Sushi engifer

Published 24 ágúst, 2011 by fanney

Ég elska sushi. Ef ég gæti, þá æti ég sushi daglega. En það er víst ekki svo gott – ennþá 🙂

Annað sem ég elska líka (fyrir utan fjölskyldu mína, vini, bílinn minn ofl.) er að bjóða fólki heim í sushigerð og -át. Það er klárlega mun auðveldara en maður heldur í fyrstu, að útbúa sushi heima hjá sér. Það skiptir mestu máli að vera með gott hráefni, frábæran fisk og góða skapið. Útbúa n.k. ,,stöðvar“ þar sem fólk getur komið og rúllað eina, tvær maki-rúllur og sötrað hvítt í leiðinni. Stemmingin á svona kvöldum er dásamleg! Prófiði þetta, lofa að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum!

En að uppskriftinni. Hérna er ég með uppskrift að sushi engifer, eða sultað engifer eins og það er stundum kallað. Það er ekkert mál að græja þetta heima, um að gera að gera bara nógu mikið því þetta geymist í margar vikur í ísskápnum. Það þarf væntanlega ekki að taka það fram að heimalagað sushi engifer er rúmlega tífalt betra en það sem maður getur keypt dýrum dómi tilbúið, niðursoðið í verslun. Gangi ykkur vel – og GÓÐA SKEMMTUN

___

Sushi engifer // Sultað engifer // Pikklað engifer

 

100 gr. ferskt engifer, eins ferskt og hugsast getur hérlendis

2 tsk salt

1,5 dl hrísgrjónaedik

2 msk flórsykur

0,5 dl vatn

___

Afhýðið engiferið, gott er að nota teskeið og skrapa hýðið af (sjá hér). Svo þarf að skera það afar afar þunnt, best er að nota mandólín til verksins (svona) en það er eflaust hægt að notast við slæser í matvinnsluvél eða jafnvel ostaskerann! Þegar búið er að því eru fallegu sneiðarnar settar í skál og saltinu drissað yfir, veltið engifersneiðunum uppúr saltinu og leyfið þeim að tsjilla þar í 20-30 mín. Á meðan útbúið þið löginn og græjið krukkuna.

Lögurinn er ansi einfaldur, blandið saman edik, flórsykri og vatni. Voilá! Ég hef stundum blandað saman venjulegu borðediki og hrísgrjónaediki 50/50 með góðum árangri. Þetta hrísgrjónaedik er svo dýrt! En já, krukkan. Finnið góða krukku með loki, þrífið vel og skolið afar vel með mjög heitu vatni. Hellið edikblöndunni í krukkuna og geymið.

Útbúið skál með ísköldu vatni og hafið við hendina. Eftir ca hálftíma tsjill engifersins í saltinu setjið þið vatn í lítinn pott og komið því að suðu. Hendið engifersneiðunum útí sjóðandi vatnið og sjóðið í ca 1 mínútu. Þá er þeim hent í sigti til að losa þær við vatnið og svo skellt strax í ískalda vatnið. Engiferið þarf ekki að vera lengi í kalda vatninu, bara mínútu eða svo, en þetta kallast ,,blanching“ eða að blansera. Þá erum við í raun að taka það mesta hráa í matnum og kæla svo strax niður til að stoppa eldunina og halda litnum á engiferinu (eða í raun hvaða grænmeti sem er). Því næst er okkur ekkert að vanbúnaði, sigtið engiferið aftur og setjið í krukkuna með edikblöndunni. Best er að leyfa þessu að hvílast í ísskáp í 2 daga áður en þess er neytt, en það er líka ljómandi strax sama kvöld.

Eins og áður sagði er tilvalið að tvöfalda eða jafnvel þrefalda uppskriftina því þetta geymist prýðilega í ísskáp. Munið bara að dýfa aldrei puttunum ofan í krukkuna þegar þið seilist í engiferið. Þá mæta sýklar í partýið og engiferið skemmist frekar.

Njótið!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: