Grallarapottréttur

Published 15 ágúst, 2011 by fanney

Nei, það eru engir grallarar í þessum pottrétti, mér datt bara ekkert annað nafn í hug 🙂 En þetta er sumsé bauna- og kartöflupottréttur sem er tilvalinn sem meðlæti með allskonar grænmetisbuffum eða koftas eða hvaðeina. Hann er indverskt ættaður en býr hérlendis og því klár í matinn hjá þér hvenær sem er!

Þennan rétt er líka hægt að gera að aðalrétt með því að bæta útí böns af djúsí grænmeti eða kjúklingi eða vottevör!

___

Grallarapottréttur

f. 2

2 vænar kartöflur, skornar í litla teninga

1/2 dl rauðar linsur

1,5-2 dl vatn

1 dós blandaðar baunir (eða hvaða baunir sem er)

1/4 hvítlaukur (soho) eða 1 hvítlauksrif

handfylli steinselja, fínt söxuð

1 msk cummin

1 tsk chilli (eða eftir smekk… ef þið eruð lítið fyrir sterkt þá skulið þið byrja með 1/2 tsk)

1/2 tsk turmerik

1 msk þurrkað kóríander (eða handfylli ferskt kóríander ef það er til)

salt og pipar

__

Aðferðin er einföld: setjið linsur og kartöflur í pott ásamt vatni. Saltið smá. Sjóðið þar til kartöflurnar eru aaaalveg að verða tilbúnar og bætið þá restinni útí og kryddið eftir smekk. Ef þetta er svaðalega þykkt þá bætið þið bara vatni útí  þar til þetta verður að ykkar smekk 🙂

Ég borðaði þetta með indverskum koftas sem ég keypti í frystikistunni í Nettó. Hitaði þær inní ofni og gerði sósu úr sýrðum rjóma og kryddum. Gasalega gott. Gæti líka verið osomm að setja koftast og svona rétt inní tortilla og borða þannig með nóg af salati!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: