Guacamole-dýfa

Published 7 júní, 2011 by fanney

Þetta er eiginilega svo auðvelt að það er varla að þetta geti flokkast sem uppskrift. Engu að síður læt ég þetta flakka, enda besta guacamole – eða ídýfa eða avókadósósa eða lárperudressing eða hvað þið viljið kalla þetta – sem ég hef borðað lengi. Kannski vegna þess að avókadóin voru þroskuð, eða allt að því. En here it goes…

___

Guacamole-dýfa/sósa

3 avókadó, helst þroskuð eða svo gott sem

2 bréf guacamole-duft

1 dós sýrður rjómi

1/3 búnt kóríander

örlítið vatn, ca 2 msk hjá mér

chilli og/eða hvítlaukur ef vill

___

Ég skutlaði avókadó í bitum, kóríander og kryddi í matvinnsluvélina í smá stund þar til ágætlega maukað. Bætti þá útí sýrðum rjóma og pínu vatni þar til þetta varð í þeirri þykkt sem ég vildi. Þar sem ég gerði þetta í vinnunni hjá mér setti ég hvorki chilli eða hvítlauk en ef ég væri að gera þetta heima hjá mér þá fengi hvorutveggja að fljóta með.

Þessi sósa/dýfa var notuð með fajitas, en hún er gordjöss með nachos! Gæti vel trúað að hún væri frábær með fiski eða grilluðu kjöti, jafnvel bara út á salat! Best!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: