Gulrótarsúpa par exelans

Published 13 apríl, 2011 by fanney

Stundum þarf ekki mikið til að gera dásemd. Þessi súpa var snædd hérna í Gýpukotinu í kvöld, borin fram með ofnbakaðri bleikju með teriyaki, kóríander, cummin, sesamolíu og pipar. Tær snilld. Verður án efa mölluð aftur.

____

Gulrótarsúpa par exelans

f. 2

ca 250 gr gulrætur, afhýddar og skornar í 1 cm sneiðar

3 cm bútur engifer, saxað

1 lítill soho-hvítlaukur, eða 3-4 rif

1/2 chilli, fræhreinsað og saxað

1 rauðlaukur, saxaður

1 grænmetisteningur

1 msk kóríandermauk (í krukku) eða hálft búnt af fersku

1/2 tsk sítrónugras (í krukku – hægt að sleppa)

ca 1 líter soðið vatn

___

Byrja á því að steikja rauðlaukinn, hvítlauk og engifer í 2-3 mín. Bæta þá gulrótum og chilli við og steikja í 2 mín til viðbótar. Bæta þá öllu öðru (nema kóríander) útí og sjóða þar til gulræturnar eru soðnar. Þá er töfrasprotanum smellt útí (Takk Dagný fyrir að lána mér þinn! Skelfing að hafa brætt úr mínum!) og maukað þar til fallega gullt. Smella þá kóríander útí og borða með bros á vör! 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: