Ofureinföld kókoskaka

Published 29 mars, 2011 by fanney

Kókosdrottningin var í mat svo ég varð að hrista eitthvað kókosdót fram úr erminni. Ekki hennar vegna, heldur mín vegna. Mér finnst svo gaman að gefa fólki að borða sem hefur gaman af því að borða – OG þorir að segja ef eitthvað þarf að betrumbæta. Það eru nefnilega yfirleitt tilraunir í gangi þegar fólk kemur í mat í Gýpukotið og þá er vissara að vera með hreinskilið fólk í stólunum til að ræða matinn. Þetta eru háalvarlegar stundir og engir aulabrandarar leyfðir. Ef gestirnir geta komið með barn er það kostur, enda mikill plús gefinn ef barninu líkar matseldin*.

Nóg af bulli. Þessi kaka varð eiginlega bara til aþþíbara. En hún var frábær! Einföld en svo djúsí og skemmtilega hress eftir matinn. Koma svo, prófaðu!

___

Ofureinföld kókoskaka

1 formkökufomkökuformkökuform

125 gr mjúkt smjör

1 bolli sykur

2 egg

1,5 bolli hveiti

1 bolli kókosmjólk

1,5 bolli kókosræmur (shredded coconut – fæst í bláum og hvítum poka í Hagkaup)

1 tsk lyftiduft

1/2 tsk natron

börkur af 2 lime

___

Byrja á því að hræra smjörið í hrærivél (með þeytara) þar til það er orðið mjúkt og létt og fallegt og hresst. Þá er sykrinum bætt útí, smá dass í senn og þetta hrært þar til vel blandað. Þá er eggi skellt útí og blandað þar til fínt og svo hinum eggjafélaganum svo allir verða kátir. Börkurinn fær að fljóta með á þessu stigi. Þá má slökkva á hrærivélaelskunni og taka fram sleikju/sleif. Sigta saman hveiti, lyftiduft og natron (kommon, tekur enga stund og það munar miklu hvað kökuna varðar – enga leti) og blanda þurrefnunum, kókosmjólkinni og kókosræmunum saman við. Setja í vel smurt formköku….form og baka við 180°C þar til tilbúin. Ætli það séu ekki ca 30 mín, eða þar til þessi elska er orðin sólkysst og farin að losa sig frá börmum formsins. Leyfa kökunni að kólna í 10-15 mín í forminu áður en henni er hvolft á grind eða beint á disk. Leyfa að rjúka aðeins meira úr henni á meðan borðað er og svo er smá krem hrært saman og smellt yfir ásamt kókosræmum. Kremið gerði ég úr ca 2 msk sýrðum rjóma, safa úr 1 lime og berki af 1 lime og flórsykri þar til þetta var orðið eins og þykk jógúrt. Smellti ofan á topp, leyfði kreminu að leka niður hliðar kökunnar á stöku stað (food porn) og demdi handfylli af kókosræmum yfir. Voilá!

Það er algjörlega ferðarinnar virði að næla sér í kókosræmurnar dásamlegu og kókosmjólkina. Kakan verður megaman djúsí sé það notað. Hef reyndar hvorki prófað kókosmjöl né kókosflögur en er bara búin að ákveða að það sé ekki að gera sig. Og hana nú, sagði hænan og lagðist á bakið.

* Þess má geta að barnið snæddi kökuna með bestu lyst.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: