Dagnýjarfiskur

Published 14 febrúar, 2011 by fanney

Dagný og Halli litli komu í mat í Gýpukotið í síðustu viku. Við slík tilefni þarf að gera eitthvað sérstakt, eins og að setja Kalla og sælgætisgerðina í dvd-tækið og búa til nýjan fiskrétt. Í þetta skiptið tókst rétturinn afskaplega vel, allir mjög sáttir (líka Halli litli sem borðaði vel, Fanney frænku til mikillar gleði) svo auðvitað þarf að skrifa niður hvað í réttinn fór. Fiskurinn hefur fengið heitið Dagnýjarfiskur því, augljóslega, Dagný var í heimsókn og svo er hann bæði með kókosmjólk og kókosræmum og ef það er eitthvað sem Dagný fær ekki nóg af fyrir utan súkkulaði, þá er það kókos.

____

Dagnýjarfiskur

f. 3-4

4-500 gr fiskur, ég notaði ýsu. Roð- og beinlaus.

3 gulrætur í þunnum sneiðum

smá bútur af gulri papriku í þunnum sneiðum

handfylli lima-beans eða sykurbauna, skornar í þrennt

1 dós kókosmjólk

2 handfylli shredded coconut

2 tsk kóríanderfræ, steytt í mortéli

3-4 lime lauf, eða safi og skall af einni límónu

2 hvítlauksrif

3 cm bútur engifer, rifinn

1/2 tsk sítrónugras (ég kaupi það hakkað í krukku, afskaplega þægilegt)

2 msk kóríandermauk, eða ferskt kóríander saxað

___

Raða fisknum í eldfast fat og sáldra gulrótum, papriku og baunum þar yfir. Steikja hvítlauk, engifer og kóríanderfræ í smá olíu en alls ekki of lengi – hvítlaukurinn má ekki verða brúnn því þá verður hann beyskur. Bæta þá restinni útí – nema kókósflögunum og kóríandermaukinu. Leyfa þessu að malla í ca 20 mín eða þar til sósan er farin að þykkjast aðeins. Bæta þá kókosflögum og kóríander útí og smakka til með salti og pipar. Dema blöndunni yfir fiskinn og grænmetið og baka í ofni í 15-20 mín eða þar til fiskurinn er tilbúinn.

Með þessu bar ég fram sætkartöflu- og sellerírótarstöppu. Beiskklí bara skera kartöflur og sellerírót í bita, sjóða í söltu vatni og stappa aðeins. Bæta svo dass af rjóma/rjómaosti/sýrðum rjóma útí ásamt salti, pipar og rifnu múskati. Voilá!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: