Oreo-konfekt

Published 18 desember, 2010 by fanney

Hérna er ein uppskrift sem fer í nokkra jólapakka í ár. Ægilega auðvelt en hrikalega djúsí og gott nammi. Það er svo lítið mál að bæta við uppskriftina, t.d. söxuðum hnetum, en þá þarf bara að auka magn rjómaostsins svo maukið haldist saman og hægt sé að móta kúlur. Vesgú!

___

Oreo-konfekt

Ca. 45-50 kúlur

 

2 pk Oreo-kex (24 kökur minnir mig)

130 gr rjómaostur

Hjúpsúkkulaði til að hjúpa

___

Oreokexið er sett í matvinnsluvél og mulið mjög fínt. Ef þið eigið ekki matvinnsluvél þáer hægt að setja kexið í poka og mylja kexið í pokanum með höndunum eða rúlla yfir pokann með kökukefli. Rjómaosturinn er mýktur aðeins inní örbylgju áður en honum er blandað saman við mylsnuna. Blandað mjög vel saman þar til hægt er að rúlla kúlur úr ,,deiginu“. Já, svo er bara að rúlla kúlur í fýsilegri stærð. Mér finnst fallegast að gera litlar kúlur, ca 1,5-2 cm í þvermál. Setja á disk inní kæli eða frysti þar til þær stífna þessar elskur. Svo er bara að súkkulaðihúða og voilá! Auðveldara gerist það ekki!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: