Mjúkar piparkökur

Published 18 desember, 2010 by fanney

Ég elska svona mjúkar og seigar piparkökur sem eru stútfullar af kryddi. Ég gerði atlögu í fyrra með sæmilegum árangri en í ár fékk ég uppskrift að unaðslegum kökum frá Ellu Rósu frænku. Þessi uppskrift er einmitt það sem ég hef leitað að OG hún er sjúklega auðveld í þokkabót. Ef þið eruð eins og ég og viljið bragðmiklar piparkökur þá elskið þið þessa uppskrift. Ég bið ykkur að senda Ellu frænku eina góða hugsun þegar þið bítið í kökuna 🙂

___

Mjúkar piparkökur

500 gr hveiti

180 gr mjúkt smjör

250 gr sykur

2 tsk matarsódi

2 tsk negull

4 tsk kanill

1/2 tsk svartur pipar (alveg rúmlega sko!)

1 dl mjólk

1 dl síróp

__

Hnoða allt saman (langþægilegast að græja þetta í hrærivélinni ef þið eruð svo heppin að eiga slíkan undragrip) og móta kúlur og baka við 180°C í 8-10 mín. Það er líka hægt að kæla þetta deig og rúlla það svo út ef þið viljið gera fígúrur. Svo er líka hægt að gera eins og Ella frænka og búa til rúllu og skera niður. Þið ráðið!

Auglýsingar

One comment on “Mjúkar piparkökur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: