Hnetusmjörsostakaka

Published 18 desember, 2010 by fanney

Ostakaka – namm. Hnetusmjör – namm. Hnetusmjörsostakaka – ofurnamm! Þessi uppskrift er fengin úr bókinni Baked eftir þá Matt og Renato. Þessi kaka er algjört nammi svo hún mettar ansi marga munna, jafnvel hörðustu sykurtennur. Í upprunalegu uppskriftinni er sett bráðið súkkulaði ofaná botninn áður en fyllingin er sett en ég mæli ekkert sérstaklega með því. Það verður ansi erfitt að skera kökuna þegar svoleiðis er gert og svo finnst mér hún bara ekkert þurfa þetta súkkulaði þar sem kakan sjálf, súkkulaðibotninn og sósan ofaná eru sko rúmlega nóg 🙂

___

Hnetusmjörsostakaka

Botn:

ca 170 gr súkkulaðikex (mæli með kexi sem er með kakói í, þ.e. dökkbrúnt kex)

1 msk sykur (óþarft að mínu mati)

85 gr brætt smjör

__

Hnetusmjörsfylling:

230 gr rjómaostur, við stofuhita

1 bolli hnetusmjör (creamy)

2 tsk vanilludropar

3/4 bolli púðursykur

1 1/2 bolli rjómi

__

Heit súkkulaðisósa:

170 gr mjólkursúkkulaði, saxað

170 gr dökkt súkkulaði, saxað

1 bolli rjómi

1/4 bolli síróp

___

Botn:

Myljið kexið í duft (í matvinnsluvél eða í zip-lock poka) og blandið sykri (ef hann er notaður) og smjöri saman við og þrýstið í form. Kælið á meðan fyllingin er gerð.

__

Hnetusmjörsfylling:

Blandið saman rjómaosti, hnetusmjöri, vanillu og púðursykri og hrærið vel saman (með k-járninu á hrærivél ef hún er notuð). Geymið. Þeytið rjómann og blandið svo varlega saman við hnetusmjörsblönduna með sleikju. ,,Skerið“ deigið eða ,,fold it“ til að halda loftinu sem þið eruð búin að þeyta í rjómann. Setjið blönduna svo ofaná botninn og kælið yfir nótt eða frystið í ca 4 tíma.

__

Heit súkkulaðisósa:

Setjið súkkulaðið í hitaþolna skál og geymið. Hitið rjómann að suðu og blandið þá sírópinu saman við. Hellið blöndunni yfir súkkulaðið og leyfið henni að standa í 2-3 mínútur. Hrærið þá vel saman þar til samlagað. Sósunni er leyft að kólna aðeins, þá stífnar hún og þá er betra að hella henni yfir kökuna alla eða hver og einn getur drissað yfir sína sneið þegar hún er komin á diskinn.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: