Hnetusmjörsbitar

Published 17 desember, 2010 by fanney

Það sjá það allir þegar þeir lesa yfir þessa uppskrift að hún er ammrísk. Slík er sykurslikjan yfir blessuninni. En það eru nú að koma jól og þá (m)á maður að gera vel við sig á allan hátt. Þessi uppskrift er úr bókinni Baked eftir þá Matt Lewis og Renato Poliafito. Dásamlega girnileg bók. Tölurnar eru svona furðulegar þar sem ég færði þær yfir úr ammríska kerfinu. Ég nota þó ammrísk bollamál og skeiðamál en einn bolli er 2,4 dl.

Uppskriftin lítur kannski út fyrir að vera pínu flókin en hún er það alls ekki. Og allt þetta er í rauninni eitthvað sem er til á mörgum heimilum. Nema kannski hnetusmjörið. Og þó 🙂

___

Hnetusmjörsbitar

1. lag;

1 3/4 bolli rice crispies

1/4 bolli sykur

1/4 bolli vatn

3 msk síróp

3 msk brætt smjör

__

2. lag:

140 gr mjólkursúkkulaði (ég notaði suðusúkkulaði með góðum árangri)

1 bolli hnetusmjör (í uppskriftinni á að nota creamy en ég nota crunchy því mér finnst það mun betra)

__

3. lag:

85 gr dökkt súkkulaði

1/2 tsk síróp

4 msk smjör (57 gr)

___

1. lag:

Setjið morgunkornið í skál og geymið. Spreyjið PAM eða smyrjið form með bræddu smjéri (ca 20x20cm). Setjið svo vatn, sykur og síróp í pott og hitið þar til hitamæli sem stungið er í blönduna sýnir 112°C (235°F). Hrærið öðru hverju í pottinum en passið að sletta ekki mikið uppá hliðar pottsins. Þegar réttu hitastigi er náð er smjérinu blandað saman við og blöndunni helt yfir morgunkornið. Þá er herlegheitunum klesst í formið og slétt, þjappað svolítið vel og sett til hliðar.

__

2. lag:

Setjið hitaþolna skál yfir pott með smá vatni, þ.e. útbúið vatnsbað. Ofan í skálina setjið þið svo súkkulaðið í bitum og hnetusmjörið og bræðið rólega þar til samlagað. Þá er þessari blöndu skutlað yfir morgunkornsdæmið, plastfilma sett yfir og inní kæli þar til stíft.

__

3. lag:

Hitið allt saman rólega yfir vatnsbaði þar til allt er samlagað. Takið skálina af pottinum og leyfið blöndunni að kólna í nokkrar mínútur áður en þið smyrjið henni yfir hnetusmjörslagið. Þá er allt saman kælt vel, amk í klukkustund, eða þar til hægt er að skera þetta í fýsilega bita.

Auglýsingar

2 comments on “Hnetusmjörsbitar

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: