Dásamleg kjúklingasúpa með kóríander

Published 16 desember, 2010 by fanney

Þetta varð til hér í Gýpukotinu í kvöld og varð svo dásamlegt að ég mátti til með að hripa niður það sem ofaní pottinn fór. Það væri eflaust líka gott að nota einhvern fisk í stað kjúklingsins – geggjuð fiskisúpa! Þetta er svona ttk-súpa (tekið til í kæli) því ég notaði bara það sem ég fann. Vissulega væri betra að hafa ferskt kóríander ef það er fyrir hendi, en þetta maukaða í krukkunum er bara býsna gott.

___

Kjúklingasúpa með kóríander

f. 2-3

1 kjúklingabringa, skorin í litla bita

1 soho-hvítlaukur, eða 2-3 rif

þumalputtastærð af engifer

1-2 stilkar sellerí

3 -4 kartöflur í teningum

4 gulrætur

kjúklingakraftur

3-4 lime-lauf eða skall af einni lime

1 msk kóríanderfræ

2 tsk kóríandermauk

1-1,5 l soðið vatn

___

Byrja á því að skera gulræturnar í sneiðar og steikja uppúr smá olíu. Fínsaxa sellerí og bæta útí eftir ca 5 mín ásamt kóríanderfræjum. Mér finnst betra að hafa fræin heil og bíta í bragðsprengjurnar, en það má vissulega mala þau í mortéli eða nota kóríanderduft. Steikja í 2-3 mín og bæta þá fínsöxuðum hvítlauk og fíntsöxuðu engifer útí og steikja í 2 mín. Bæta þá restinni útí, nema kjúlla, og malla þar til gulræturnar og kartöflurnar eru reddí. Ég ætlaði að mauka súpuna en haldiði ekki að töfrasprotinn hafi brætt úr sér! Kannski ekki svo slæmt því ég var alveg að fíla súpuna eins og hún var. Jæja, skutla kjúllanum svo útí og sjóða í 5 mín eða þar til kjúllinn er reddí. Það er líka gott að setja rautt chilli útí ef maður vill fá smá kikk 🙂 Algjört möst að leyfa súpunni að standa í djúpa disknum í 5 mín áður en maður svolgrar henni í sig. Æðislegt kóríanderbragð með lime-undirtóni… alveg að fíla þessa súpu og á pottþétt eftir að gera hana oft aftur!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: