Satay-kjúklinganúðlusúpa

Published 30 ágúst, 2010 by fanney

Mettuskottið er lasið. Því gerði ég rótsterka kjúklingasúpu sem á að lækna öll hennar mein, eða að minnsta kosti kvefskítinn. Súpan heppnaðist gríðarlega vel, þrátt fyrir að vera „drulla saman í pott“ týpan. Er því ekki tilvalið að hripa listann niður svo hægt sé að endurgera súpuna þegar Mettan fær bragðskynið mætir aftur til hennar.

___

Satay-kjúklinganúðlusúpa

f. 2-3

1 kjúklingabringa, skorin í mjög þunna strimla

1 rautt chilli, skorið í sneiðar

þumlfingursstærð af engifer, fínt saxað

1 kínverskur hvítlaukur, fínt saxaður

1 lítil dós kókosmjólk

1 gulrót, rifin í strimla

2 l vatn

2 msk teriyaki-sósa

1 msk sesamolía

1 msk hrísgrjónaedik

1/2 pk eggjanúðlur

1/2 búnt kóríander, saxað

2 msk satay-sósa

___

Steikja engifer, gulrótarstrimla og hvítlauk í smá olíu, passa að brúna ekki. Bæta kjúklingi og chilli saman við eftir ca 1 mínútu og steikja létt í 2-3 mín. Demba þá vatni, teriyaki-sósu, ediki og satay-sósu og koma upp suðu. Bæta við sesamolíu og núðlum og kóríander rétt áður en súpan er borin fram.

Næst mun ég brjóta núðlurnar niður í munnbitsstærðir svo þæginlegra sé að borða súpuna. Í kvöld var ég með súpu út á kinnar þegar núðlurnar slógust um eins og villtir ormar. Svo væri líka gott að setja wok-blöndu útí þetta, eða baunaspírur, bambus, baby-maís og water-chestnuts. Verður klárlega ekki langt þar til næst.. bara um leið og Mettuskottið fær bragðskynið sitt aftur 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: