Rabbabarapæj Báru bleiku

Published 23 ágúst, 2010 by fanney

Þetta pæj er orðið klassískt. Ofureinfalt og gríðarlega gott. Það er svo dásamlegt að eiga niðurskorinn rabbabara í ca 400 gr pokum í kistunni, þá er lítið mál að vippa þessari pæj saman á nótæm þegar gesti ber að garði – eða löngunin bankar uppá. Í minni uppskriftarbók heitir hún Rabbarapæj 2008 a la Mútta þar sem þetta var klárlega pæj þessa árs. Síðan þá hafa verið prófaðar nokkrar gerðir í viðbót en þessi hefur klárlega vinninginn.

___

Rabbabarapæj Báru bleiku

400 gr rabbabari, smátt skorinn

1/2 dl hveiti

2 egg

2,5 dl sykur

Öllu þessu er hrært saman og sett í eldfast mót sem búið er að spreyja með PAM eða smyrja.

1 3/4 dl hveiti

1,5 dl púðursykur

50 gr smjör

Hrært saman og krömblað yfir rabbabaragóssið. Bakað í 45 mín við 200°C. Borið fram með rjóma eða ís. Ég lofa því að þið eigið eftir að hugsa ljúflega til móður minnar þegar þið smakkið á þessu 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: