Túttutvist frá Mexíkó

Published 15 júlí, 2010 by fanney

Skemmtilegt nafn á skemmtilegum rétti. Þennan rétt hef ég gert milljón sinnum en hann er aldrei eins. Ætli ég hafi ekki kynnst honum á Bakkastöðum hér forðum daga, hjá Ellu Rósu frænku og Jóni Rafni. Ósjaldan sem maður fékk að elda í því eldhúsi þar sem Snæfellsjökull var eins og málverk útum gluggann (svona þegar veðrið leyfði) 🙂 Á Túttutvisti 2010 (hugsanlega 2010a) gerðum við Anna Rósa þennan rétt og vegna gríðarlegrar eftirspurnar, aðdáendabréfa, hringinga og leynilegra símskeyta hef ég ákveðið að birta þessa uppskrift hérna, ykkur til ómældrar gleði geri ég ráð fyrir. Þessi réttur er snilld. Það má gera hann daginn áður ef dagskráin er bissí, um að gera að gera nógu mikið því hann er ekki síðri þegar heim er komið síðla nætur/snemma morguns og hvað þá daginn eftir. Ég er ekkert að tilgreina hlutföllin nákvæmlega, you get the point 🙂

___

Túttutvist frá Mexíkó

Nautahakk

Mexíkanskt krydd (annað hvort þetta í pokunum, sjálfblandað eða annað)

laukur

hvítlaukur

e.t.v. sveppir og paprika

Salsa sósa

Ostasósa

Rifinn ostur

Refried-beans eða chilli-beans

Tortillakökur

___

Steikja hakkið á pönnu, krydda með með mexíkönsku kryddi og pipar, bæta lauk og hvítlauk útí (og grænmeti ef vill). Skutla svo salsasósu yfir og jafnvel tómötum í dós, en mér þykir betra að hafa bara salsasósu. Þá hefjast skemmtilegheitin: Smyrja tortillu með refried beans (eða chilli baunum), setja hakkblöndu ofan á, þá rifinn ost og smá ostasósu og rúlla upp. Raða í eldfast fat og um að gera að raða þessu þétt. Ef einhver afgangur verður á hakkblöndunni og baunum þá er um að gera að demba því ofan á allar tortillu-rúllurnar og gluða svo nóg af rifnum osti þar ofan á, jafnvel nokkrum slettum af ostasósu. Þetta er svo hitað í ofni þar til osturinn er orðinn hrikalega gylltur og girnilegur.

Borðað með fersku salati, guacamole (heimagerðu eða dósaguaca með niðurskornu avókadó), salsa, sýrðum rjóma og nachos. Og bjór. Getur barasta ekki klikkað! 🙂

Auglýsingar

One comment on “Túttutvist frá Mexíkó

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: