Grænmetis- og baunaburritur

Published 15 júlí, 2010 by fanney

Enn er það mexíkanskt. Það er bara einfaldlega þannig að mexíkanskur matur getur ekki klikkað. Eða eins mexíkanskur og hann getur orðið með þessu krukkujukki öllu saman sem klárlega er ekki mexíkanskt heldur Tex-mex, þ.e. frá Texas. Jájá. En ég er algjör sökker fyrir þessu og þykir mjög gaman og gott að borða þetta.

Þessi réttur er gjörsamlega tilvalinn þegar nýta þarf afganga, og þá sérstaklega grænmetisafganga (já og kjötafganga!). Það er eiginlega hægt að setja hvað sem er inní þetta, en mér þykir grænmetis- og baunaútgáfan dásamleg. Það verður líka að viðurkennast að ég er algjör bauni, þó svo að ég hafi aldrei búið í Danmörku. Hæfæv fyrir góðan brandara!

___

Grænmetis- og baunaburritur

Grænmeti að vild; laukur, brokkolí, blómkál, gulrætur (jafnvel frosin blanda), kúrbítur, sveppir, paprika…

Linsubaunir (mér þykir þær ágætur kostur þessar lífrænu í niðursuðudósunum í heilsuhorni Nettó, gleymi alltaf að leggja þessar elskur í bleyti!)

Sojabaunir/Edamame (fást frosnar í Bónus og eru himneskar! Bestar í allt allt allt!)

Maísbaunir

Salsasósa

Mexíkanskt krydd

hvítlaukur

Rifinn ostur

Rjómaostur

Tortillur

___

Skera grænmetið fínt niður og steikja á pönnu, skutla hvítlauknum síðar á enda má hann ekki verða brúnn (þá verður hann bitur á bragðið). Krydda með mexíkönsku kryddi, blanda baunum saman við og salsasósunni. Smyrja tortillu með smá rjómaosti og setja eins og 2-3 msk af grænmetisblöndunni í miðjunna, brjóta tvær hliðar inn og rúlla svo saman. Gott er að öbba tortillurnar aðeins áður en þá mýkjast þær og brotna síður. Svo er þessu raðað á ofnplötu, spreyjað smá með PAM (eða penslað með olíu) og örlítið af rifnum osti stráð yfir. Bakað í ofni í 10 mín eða þar til osturinn er djúsí, enda allt eldað inní kökunni.

Borðað með guacamole, salsa, sýrðum og góðu salati! Dásemd!

Snilld ef maður á kjúklingaafganga (eða annað kjöt) að demba því með inní kökurnar. Algjörlega hægt að nýta afgangana í svona gúmmilaði!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: