Fylltir hamborgarar

Published 15 júlí, 2010 by fanney

Hún Lovísa skólasystir mín er svoddan snillingur. Hnátan atarna sendi mér um daginn uppskrift að fylltum hamborgurum sem hún gerir. Þið lásuð rétt, ekki fullir hamborgarar eða hylltir hamborgarar (hohoho) heldur fylltir með beikoni og osti. Jamm. Eitthvað fyrir sumar-mönsarann í manni, haaa! Ég vona að hún verði ekki of brjáluð yfir því að ég pósti þessu hérna, ef svo er þá verður hún bara að taka í mig þann 16. júní á næsta ári! Eníhú, fylltu hamborgararnir hennar Lovísu:

___

Fylltir hamborgarar

8 stk.

8-16 beikonsneiðar
800-900gr nautahakk
1 krukka Santa Maria Yellow tomato og Chili salsa
1/2 bréf Santa Maria fajita krydd
8 ostsneiðar
8 hamborgarabrauð
2 bufftómatar
1 stór laukur
guacamole
Nachos
(bjór)
__
setur beikonið á pappír og plötu og bakar það í ofninum við 220° þar til reddí
hrærir saman hakkið, salsað og kryddið.
býrð til 16 þunna hamborgara úr hakkdeginu
setur ost og beikon á 8 borgara og notar hina 8 til að setja ofaná og lokar ostinn og beikonið vel inni í hakkinu
Grillar bogarana í 3-4 mín á hvorri hlið
Hitar brauðin
Setur borgara á brauðið og tómata, lauk og guacamole
Með þessu hefur maður svo Nachos!

___

Mun smakka svipaða útgáfu von bráðar og læt ykkur þá vita hvernig til tókst! 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: