Mexíkanskur börger

Published 5 júlí, 2010 by fanney

Það fylgir því ómæld gleði að gera sína eigin hamborgara sjálfur. Anna Rósa átti þetta líka dýrindis nautahakk frá Dagverðareyri sem við nýttum í grillaða hamborgara einn sólardaginn í síðustu viku. Við gerðum mexíkansa hamborgara, en það er að sjálfsögðu hægt að setja hvaðeina í kjötblönduna. Langar þig í ítalskan? mexíkanskan? asískan? Toppaðu svo börgerinn með viðeigandi meðlæti og voilá – geggjaður börger! Ekki skemmdi fyrir hjá okkur að ARF og Heimir eiga frábært grill sem var ansi skemmtilegt að nota 🙂

___

Mexíkanskur börger

f. 3-4

1 pkn nautahakk (ca 600 gr)

1/2 laukur, fínt saxaður

1 msk kummin

1 msk oreganó

1 hvítlauksrif, smátt saxað

1 egg

1 tsk chilliduft eða cayanne pipar (eða fínt saxað ferskt chilli)

salt og pipar

__

Blandið öllu saman í skál, best er að nota hendurnar í þetta. Kreysta hakkið saman við kryddin og nudda vel – put some love into it! Svo er hakkið þjappað í skálina, gerður kross í miðjuna (til að skipta í fernt) og buffin mótuð. Gott er að kæla buffinn í hálftíma áður en þau eru grilluð en ekki nauðsynlegt. Smellt á pípandi heitt grill og passa að koma ekki við þá fyrstu 2-3 mín eða þar til þeir hafa losnað frá grillgrindinni. Lækka hitann þegar þeim er snúið og setja ostinn strax.

Við notuðum mexíkóost á okkar börger, vorum með ruccola, spínat og salat úr garðinum í Höfðahlíðinni, niðurskorið avókadó og tómata og að sjálfsögðu sýrðan rjóma (frá Mjólku!) og salsa. Eðall!

Auglýsingar

One comment on “Mexíkanskur börger

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: