Grænmetis- og baunaSatay

Published 22 júní, 2010 by fanney

Þessi réttur er líka svona drullumall eins og síðasti réttur. Gasalega gaman þegar maður dettur á góðar samsetningar við drullumallsiðju 🙂 Ég gef hérna uppskriftina eins og ég gerði hana í dag fyrir 14 manns, en þessi réttur er þannig úr garði gerður að það má setja hvaðeina í hann. Jafnvel afganga ef þeir eru fyrir hendi. Svo er líka mjög fínt að frysta hann í smærri skömmtum til að eiga þegar eldamennskunennan er engin.

___

Grænmetis- og baunaSatay

3 laukar, fínsaxaðir

1 soho-hvítlaukur, fínt saxaður

3 cm bútur af engifer, fínsaxaður

2 msk kóríanderduft

1 msk engiferduft

2 tsk chilliduft – eða dash ef þið eruð ekki fyrir sterkt

2 msk paprikuduft

3-4 dl edamame-baunir (frosnar, fást í Bónus – GJÖÖÖEEGGJAÐAR!)

1 dós svartar baunir

1 dós aduki-baunir

1 dós maís-baunir

1 dós linsu-baunir

2 krukkur satay-sósa

3 msk hnetusmjör

slatti blómkál og brokkoli – frosið, skorið niður

5 gulrætur, skornar í litla teninga

4 sellerístönglar, skornir í litla teninga

1 pk snjóbaunir, skornar í bita

lúkufylli strengjabaunir, frosnar, skornar í bita

3-4 sætar kartöflur, skornar í litla teninga

6-8 kartöflur, skornar í litla bita

1 sveppateningur

1 kjötteningur

3 dl vatn

1 lime, safi og börkurinn fínsaxaður eða rifinn

1 pk kóríander, fínsaxað

___

Byrja á því að steikja lauk, sellerí og gulrætur í ca 5 mín. Bæta þá kartöflum og sætum kartöflum við og steikja smá. Bæta þurrkaða kryddinu og smá salti. Hella sjóðandi vatni útá og leyfa kartöflunum og gulrótunum að mýkjast aðeins áður en allt annað er er sett útí pottinn og þessu leyft að malla í 5-10 mín eða þar til kartöflurnar eru tilbúnar. Rétt áður en rétturinn er borinn fram er kóríander smellt útá. Allar baunirnar eru sigtaðar og skolaðar áður en þær eru settar útí pottinn.

Eins og þið sjáið þá má setja nánast hvaða baunasamsetningar og grænmeti sem er í þennan rétt. Sérstaðan finnst mér vera þessi blanda af satay, kóríander, lime og öllum baununum. Gasalega huggulegt.

Rétturinn var í sterkasta lagi hjá mér í dag svo ég skellti saman grískri jógúrt og sýrðum rjóma, setti smá slettu agave, dass af kóríander og 2-3 tsk garam masala kryddi. Hrikalega gott að bjóða uppá þetta með réttinum, og svo brauð eða hrísgrjón 🙂

Auglýsingar

4 comments on “Grænmetis- og baunaSatay

 • Rosalega girnilegt, EN hvar fær maður allar þessar baunategundir, þarf maður að fara í allskonar skrítnar búðir eða fæst þetta í hefðbundnum matvöruverslunum? Ætla sko að gera svona um helgina, er nebblega að með fullt hús af gestum og mér sýnist þetta tilvalið í solleiðis……..

 • Ég fékk þetta barasta allt í Nettó 🙂 Fæst í niðursuðudósum í heilsuhorninu þar, lífrænt ræktað sjitt. Svo geturðu líka keypt þurrkaðar og lagt í bleyti en það er aðeins meiri vinna. Ef þú gerir það þá myndi ég gera slatta af hverri tegund, svo geturðu fryst þetta og bara skellt í suðu þegar þér hentar. Hitt er svona leti-leiðin, sem virkar samt fínt 😉
  Endilega láttu mig vita hvernig heppnast og hvernig þér fannst rétturinn! Gangi þér vel!

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: