Tilviljunarfiskur

Published 11 maí, 2010 by fanney

Langaði til að drullumalla í morgun svo ég skundaði inní eldhús í vinnunni og fékk að drullumalla hádegismatinn. Hljómar kannski ekkert alltof vel, en afraksturinn varð þessi dásamlega góði tilviljunarfiskur. Það má vel nota hvaða grænmeti sem er, þetta var það sem til var í ísskápnum í dag. Hlutföllin fara einnig mikið eftir bragðskyni hvers og eins, ég sullaði einhverju í skál og það var bara gott. Þið smakkið þetta bara til, en hugmyndin er góð. I promise! Ekki vera hrædd við relish-ið eða samsetninguna, þetta heppnaðist mjöööög vel!

___

Tilviljunarfiskur

Ýsa, þorskur eða annar hvítur fiskur, roð og beinhreinsaður

Lime-pipar (í kvörn, fæst í Bónus, MEGA gott)

rófa, skorin í litla teninga

2-3 gulrætur, skornar í litla teninga

1 laukur, fínt saxaður

slatti af frosnu blómkáli, niðursöxuðu

5 cm bútur blaðlaukur, fínt saxaður

1 soho hvítlaukur (í körfunum, eða 2-3 rif), fínt saxaður (ekki pressaður!)

1/2 dós sýrður rjómi

4 msk rjómaostur

4 tsk dijon-sinnep

1 tsk karrý

2 tsk kóríander

1 msk hunang

5 msk relish (maukaðar súrar gúrkur, sjá)

___

Fiskurinn skorinn niður í stóra bita (hvert flak kannski í 2-3 bita) og þeim raðað í eldfast fat. Kryddað vel með lime-pipar. Grænmetið allt saxað (setjið nóg af kærleik í það, það mun borga sig!) og því blandað saman í skál, kryddað með svörtum pipar. Öllu í sósuna er blandað saman í annarri skál og smakkað til, kannski meira súrt (relish), sætt (hunang) eða hvað sem þið viljið. Smyrjið svo sósunni yfir flökin og skutlið grænmetinu yfir. Inní ofn á 190°C í ca 25 mínútur.

Ég bar þennan rétt fram með soðnu kínóa (quinoa) með smátt skorinni gúrku, tómötum og fersku kóríander. Gasalega lekkert. Já – og ég kryddaði kínóað með lime-pipar, smá karrý, sveppatening og smá salti áður en ég kveikti undir því. Mjög skemmtilegt 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: