Marókkóskur nautapottréttur

Published 11 apríl, 2010 by fanney

Það er eitthvað við Mið-Austurlensk krydd sem kitlar bragðlaukana mína. Þvílík dásemd og sæla. Anna Rósa og Heimir komu með nautaklump á föstudagskvöldið sem varð að nýta í eitthvað sniðugt. Við hesthúsuðum fajitas á raclette-grillinu með bestu lyst en náðum ekki að klára allan klumpinn. Afgangurinn var því eldaður í gærkvöldi og þetta var afraksturinn.

__

Marókkóskur nautapottréttur

f. 3-4

500-600 gr nautakjöt (gúllas eða strimlar)

1 laukur, fínt saxaður

1 kínverskur hvítlaukur, eða 3-4 hvítlauksrif

2 tsk oreganó

1 tsk túrmerik

2 tsk kummin (ekki kúmen!)

1 dós sax. niðursoðnir tómatar

1 lítil dós tómatpúrra

2 nautakjötsteningar

3-4 dl vatn

1 lárviðarlauf

1 kanilstöng

3-4 kartöflur, skornar í teninga

1/2 sæt kartafla, skorin í teninga

__

Byrja á því að steikja kjötið í smá olíu á pönnu þar til það hefur lokast. Taka kjötið frá og hellið í eldfast fat (eða fat með loki). Setja laukinn útá sömu pönnu og steikja. Þegar hann hefur mýkst er oreganó, turmerik, kummin, salti og pipar bætt við og steikt í hálfa mínútu. Bæta þá hvítlauknum við og steikja í mínútu. Hella tómatdósinni og tómatpúrrunni útá, sem og teningum og vatni. Þegar blandan fer að sjóða er lárviðarlaufi og kanil hent útá og öllu saman glussað yfir nautakjötið í fatinu. Ég notaði eldfast fat og þurfti því að loka því með álpappír. Baka í ofni við 170°C í klukkutíma, hræra kannski 2-3 sinnum í. Þá er kartöfluteningunum bætt útí og lokið/álpappírinn tekin af og þessu leyft að malla í ca hálftíma, eða þar til kartöflurnar eru tilbúnar. Hérna þarf að bæta við vatni öðru hverju ef sósan verður of þykk. Á meðan eru hýðishrísgrjón (eða hrísgrjón eða kúskús eða bygg eða…) soðið. Snætt með bestu lyst!

Það má gjarnan bæta útí einni dós af kjúklingabaunum (eða nýrnabaunum) um leið og kartöflurnar eru settar útí. Ég átti þær bara ekki til, en er viss um að það hefði verið feykilega gott!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: