Sweet-chilli kjúklingasalat

Published 5 apríl, 2010 by fanney

Þetta salat smakkaði ég í fyrsta skipti hjá Hildi „frænku“ á Grundarfjarðardögunum. Ég man nú ekki hvaðan uppskriftin er, ef uppskrift á að kalla, en þetta kombó er brilljant! Elskuleg móðir mín mallaði þetta hérna í Gýpukotinu á laugardagskvöldið við mikinn fögnuð matargesta, enda getur þetta salat bara ekki klikkað. Svo skemmir ekki að það er mjög auðvelt og tiltölulega hollt (smáááá sykur í sweet-chilli sósunni en hvað er það á milli vina?), svona ef maður sleppir því að röra hvítvíni niður meððí.

__

Sweet-chilli kjúklingasalat

f. ca 4

3-4 kjúklingabringur

1 mangó

1/2 rauðlaukur

1 askja kirsuberjatómatar (eða 4-5 venjulegir)

ruccola eða blandað salat (helst eitthvað annað en iceberg og kínakál, gott að vera með bragðmikið kál)

1 pk núðlusúpa (já, instant núðlur aka námsmannanúðlur, skiptir engu máli hvaða bragð því kryddpokinn er ekki notaður)

3-4 msk sesamfræ

sweet-chilli sósa

__

Skera kjúllabrjóstin í munnbita og steikja á pönnu, krydda með svörtum pipar og kjúklingakryddi (mér finnst Pottagaldrar standa sig best). Þegar kjúllinn er steiktur er sweet-chilli sósunni hellt útá þannig að hún þekji allan kjúllann og rétt rúmlega það (hvað eigum við að segja, ca 2 dl?). Leyft að smámalla á meðan restin af gleðinni er útbúin.

Núðlurnar eru muldar niður í litla bita (mér finnst best að gera það í pokanum áður en ég opna kvikindið) og ristaðar á þurri pönnu. Sesamfræin einnig ristuð á þurri pönnu. Ekki rista þetta saman því sesamfræin þurfa mun minni tíma en núðlurnar og brenna því ef þetta er ristað saman. Sett í litla skál eða á disk.

Salati, tómötum í bitum, mangó í bitum og rauðlauk í þunnum, litlum sneiðum sett á fat eða í skál. Kjúllinn þar yfir með sósu und alles og svo drissa núðlum og sesamfræjum yfir. Bæði gott heitt sem og kalt. Dásamlega auðvelt, ikke?

Auglýsingar

2 comments on “Sweet-chilli kjúklingasalat

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: