Lime-ostakaka

Published 5 apríl, 2010 by fanney

Það er alltaf gaman að prófa nýjar uppskriftir. Þá sjaldan sem mér tekst að fara nokkurn veginn eftir uppskriftum. Þessi uppskrift er ein af mörgum girnilegum í nýju Hagkaups-bókinni: Brauð- og kökubók Hagkaups. Eftir dásamlegt kjúklingasalat (spurning um að dúndra inn „uppskrift“ að því líka?) a la mútter var þessi kaka eins og ferskur andvari. Stundum (og ég trúi ekki að ég sé að fara skrifa þetta) og bara stundum hefur maður bara ekki pláss fyrir dásamlega og syndsamlega súttlaðiköku. Þá er þessi kaka góð í forföllumm Herra Súkkó. Mæli eindregið með því að þið prófið hana. Og það er EKKERT mál að nota matarlím í matargerð! Hræðslusögur af hamförum með matarlím minna mig á söguna góðu þar sem heyrðist reglulega: Úlfur, úlfur!!!

___

Lime-ostakaka

Botn:

300 gr McVities kex m. súkkulaði (ég notaði Maryland súkkulaðibitakex. í rauðu pökkunum)

2 msk hrásykur (ég sleppti honum, nægur sykur í kexinu!)

80 gr brætt smjör

Börkur af hálfu lime

__

Fylling:

3 matarlímsblöð, lögð í bleyti í kalt vatn í 5 mín

300 gr rjómaostur

60 gr hrásykur

Börkur af hálfu lime (ég notaði börk af 2 lime)

1 msk lime safi (ég notaði safa úr 1 1/2 lime, smakkaði til eftir safa úr 1 lime)

2 dl þeyttur rjómi

2 stappaðir bananar (tillaga frá móður minni)

__

Botn: Byrja á því að setja kexið í plastpoka eða matvinnsluvél og mylja smátt niður. Blanda berkinum og smjöri saman við og þrýsta í form eða eldfast mót. Kæla á meðan fyllingin er útbúin.

Fylling: Þeyta rjómann og setja í skál. Setja lime safa í lítinn pott og hita, ekki sjóða. Bæta matarlímsblöðunum útí, einu í einu, og píska vel svo ekki hlaupi í kekki (þetta er í alvörunni EKKERT mál!). Mýkja rjómaostinn með sykri og berkinum. Bæta svo lime-matarlímsblöndunni rólega saman við og hræra á meðan. Bæta svo þeytta rjómanum saman við rjómaostblönduna í höndunum með því að nota sleikju. Ekki hræra heldur velta blöndunum saman svo allt dásamlega loftið fari ekki úr þeytta rjómanum. Smakkað til (ég þurfti að bæta við meiri berki og meiri safa því ég fíhíííla lime!). Áður en fyllingin er sett ofan á botninn er stöppuðum bönunum dreift á botninn. Kælt í um 3 klst.

Það var virkilega gott að hafa banananananana þarna undir fyllingunni, gaf smá sætu á móti ferskleikanum úr lime-gleðinni.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: