Hoi Sin núðlur

Published 24 mars, 2010 by fanney

Mallaði þetta í vinnunni í dag og heppnaðist rétturinn dásamlega. Allir mjög ánægðir og saddir að átu lokinni.

___

Hoi Sin núðlur

f. 4-6

300-400 gr nautagúllas (eða kjúklingur eða rækjur eða svínakjöt..)

200-300 gr brokkolí, skorið í litla vendi

1 græn paprika, skorin í grófa bita

1 dós water chestnuts (t.d. svona), skornar í sneiðar

1 dós baby maís (t.d svona), skorinn í þrennt

1 laukur, skorin í ræmur

1 dl sojasósa

1 msk sykur/agave síróp

1/2 krukka Hoi sin sósa (t.d. svona)

2-3 hvítlauksrif, fínt söxuð

cayenne pipar

salt og pipar

1/2 – 1 pk eggjanúðlur (t.d. svona)

sesamfræ og kasjúhnetubrot (ca 2 msk af hvoru)

___

Byrja á því að skera nautagúllasið í aðeins minni bita, eiga að vera litlir munnbitar. Marinera svo gúllasið í 1 dl sojasósu, 1 msk sykri/agave og 1 söxuðu hvítlauksrifi. Gott að setja nokkrar ræmur af lauk með. Geyma í 10-15 mín og steikja svo á pönnu í smá olíu. Hella 1/2 dl af vatni útá, lokið ofaná og leyfa kjötinu að eldast í gegn. Á meðan eru núðlurnar soðnar skv. leiðbeiningum á pakka og vatnið síað af. Rista sesamfræin og kasjúbrotin og setja í skál. Grænmetið er steikt í 3-4 mín, hvítlauknum bætt útá í lokin og kryddað með cayenne, salti og pipar. Þá er að blanda öllu saman og hella sósunni yfir. Þið getið smakkað þetta til, hvort þið viljið meiri sósu eða krydda meira.

Grænmetið á ekki að vera mauksteikt, heldur stökkt og gott.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: