Geggjuð tómatsúpa

Published 23 mars, 2010 by fanney

Þessi tómatsúpa er óður til nostalgíunnar. Hver man ekki eftir gömlu góðu tómatsúpunni og harðsoðna egginu? Mmmmm… Þessi súpa er svo auðveld en samt virkilega virkilega góð. Algjört möst að dúndra harðsoðnum eggjum útí hana áður en henni skal gúffað í smettið. Ég bakaði reyndar með súpunni möffins uppúr möffinsbókinni minni, möffins með tómötum, basilíku og mozzarella osti. Mér fundust þær ekki nægilega bragðmiklar svo ég þarf að endurbæta þá uppskrift áður en ég deili henni með ykkur. En hérna kemur súpan!

___

Geggjuð óldskúl tómatsúpa

1 dós Hunts tómatsósa (ekki ketchup heldur svona)

1 dós saxaðir tómatar í dós

2 litlar dósir (2×70 gr) tómatpaste/púrra

1 kjötteningur eða grænmetisteningur

1 líter vatn

salt og pipar eftir smekk

dass af sykri (ca 1 msk)

dass af mjólk eða rjóma (ca 0,5 – 1 dl)

___

Auðveld súpa – öllu nema mjólk/rjóma skellt í pott og hitað að suður. Leyft að malla á lágum hita í amk hálftíma, best ef það nær 45-60 mín. Taka þá súpuna af hitanum og hræra vel í með písk á meðan mjólkinni/rjómanum er bætt útí.  Á meðan súpar mallar eru eggin soðin í 7 mín og kæld vel. Dásemd og unaður, verði ykkur að góðu!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: