Mangó- og kókoskjúlli

Published 3 febrúar, 2010 by fanney

Þennan rétt sá ég (eins og margt annað!) á matarblogginu hennar Beggu. Ég elska þennan rétt! Er farin að skúbba bara því sem ég á í réttinn, enda grunnurinn afskaplega góður. Svona gerði ég hann síðastliðið laugardagskvöld þegar ég fékk nokkrar fallegar konur til mín í mat og drykk. Þetta var snætt með íslensku bankabyggi með kóríander og ristuðum kókos.

___

Mangó- og kókoskjúlli

f. 4-5

4 kjúklingabringur, skornar í munnbita

2 dósir saxaðir niðursoðnir tómatar

1 dós kókosmjólk

1-2 msk jalapenos, saxað (1 msk gerir nokkuð kröftugan rétt)

1,5 laukur, saxaður

3-6 hvítlauksrif (eða 1 stór kínverskur hvítlaukur), fínsaxaður

þumalputtastykki af engifer, fínsaxað

1 msk kóríander, þurrkað

1 msk cummin, þurrkað

chilli eftir smekk

ferskt kóríander

1 mangó í bitum

___

Byrja á því að steikja kjúklingabringurnar þar til tilbúnar (ég hafði reyndar nægan tíma svo ég leyfði þeim að malla í sósunni og eldast þannig). Steikja lauk, hvítlauk og engifer í olíu í stórum potti, bæta öllu öðru saman við, nema fersku kóríander og mangó, og leyfa að malla í 15 mín. Rétt áður en rétturinn er borinn fram er kóríander og mangó skellt útí. Rosalega gott með bankabyggi eða hýðishrísgrjónum, án efa þess virði að taka tíma í að sjóða það í stað ógeðisbraðglausu hvítu grjónin… Rista svo kókosmjöl eða kókosflögur þar til þær fá á sig smá lit og hver og einn stráir svo kókos yfir sinn disk að vild! Mmmmm.. nammigott!

Auglýsingar

One comment on “Mangó- og kókoskjúlli

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: